Home » 2009

AÐLÖGUN

Sandra Mjöll Jónsdóttir er fætt og uppalin á héraði og er nýlega útskrifuð með M.A. gráðu í ljósmyndun frá University of the Arts í London.

Hugmyndin að baki seríunuar Aðlögun er komin frá einni setningu sem fjallar um hvernig manneskjan er í rými og markar sér staðinn. Hér er líkaminn berskjaldaður en samt sterkur þar sem ekkert er hulið aðeins formið og líkamstjáningin er til staðar, í rými sem er skapað af fólki fyrir fólk.

Vesturveggurinn hefur nú verið starfræktur frá árinu 2003. Sýningar á honum hafa verið í fremur föstum skorðum en í ár verða gerðar talsverðar breytingar á því. Til viðbótar við þá aðstöðu sem Vesturveggurinn hefur haft í bistrói Skaftfells mun nú nýtt húsnæði á vegum Skaftfells, gamla bókabúðin, verður hluti af þeim vettvangi. Ekki verður ráðin einn sýningarstjóri fyrir VV eins og verið hefur heldur mun sýningastjórn vera í höndum framkvæmdastjóra, eða þeirra sem hann kallar til hverju sinni. Stefnt er á að hafa dagskránna ögn liðugri en áður með fjölbreyttar uppákomur; sýningar, tónleika, vinnustofu o.fl. Dagskrá VV & bókabúðarinnar verður skiplögð í samræmi við þarfir líðandi stundar og mun verða vettvangur augnarbliksins. Þó verða sömu áherslur og áður; ungir listamenn, framsæknar listir og hæfileikafólk á heimasvæðinu. Gera má ráð fyrir 15 – 20 verkefnum yfir árið.