Home » 2016

Ævintýri

Raddskúlptúrinn Ævintýri eftir Magnús Pálsson verður fluttur sem hluti af yfirstandandi sumarsýningu Skaftfells, Samkoma handan Norðanvindsins. Magnús er fæddur 1929 á Eskifirði og er einn áhrifamesti listamaður sem Ísland hefur alið. Magnús hefur starfað ötullega að listiðkun í sex áratugi og ávallt á mörkum myndlistar, tónlistar og leiklistar. Raddskúlptúrinn byggist á ítalskri sögu þar sem garðyrkjumaður gengur fram á lík á akri nokkrum og býr um líkið. Þegar hann snýr aftur til vinnu daginn eftir er líkið horfið.

MP_500Magnús Pálsson er skúlptúristi, hljóðskáld, gjörningamaður og kennari en einn aðaláhrifavaldur hans var Flúxus hreyfingin en með henni ruddi hygmyndalistin og konkret-ljóðlistin sér leið. Með skúlptúrum sínum tókst Magnús á við samspil hins tvíræða og hinu áþreifanlega með því að búa til mót af negatíva rýminu og fanga þannig skammlíft augnablikið í hörðu gifsinu. Eitt þekktasta verk hans frá þessum tíma er rýmið milli þriggja hjóla Sikorsky-þyrlu steypt í mót sekúndubroti áður en hún lendir. Verkið gerði hann árið 1976 og var sýnt á Feneyjar-Tvíæringnum árið 1980 þegar Magnús var fulltrúi Íslands, en þetta var 37. Tvíæringurinn. Smám saman færði hann sig frá hlutbundnu efni yfir í meira flæði hljóða og atburðarása og eru með nýlegri verkum hans verk fyrir kóra, JCB gröfur, drauga og börn.

Grimur-2016Hið nýstofnaða leikfélag Grímur mun flytja verkið. Hópurinn er skipaður ungu fólki frá Austurlandi, þau eru Almar Blær Sigurjónsson, María Jóngerð Gunnlaugsdóttir, Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir og Benjamín Fannar Árnason. Fyrsta uppsetning leikfélagsins var frumsamið leikriti um Lagarfljótsorminn sem var frumsýnt þjóðhátíðardaginn 17. júní í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Sérstakur ráðgjafi fyrir uppsetninguna er leikkonan Halldóra Malin Pétursdóttir.

Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Síldarvinnsluna.

 

Leiðbeiningar á staðinn

Verkið verður sett upp í skemmu í Norðursíld, u.þ.b. 20 ganga frá miðbænum. Gengið er í austurátt með Hafnargötunni og framhjá geymsluturnum Síldarvinnslunnar. Farið upp brekku og á vinstri hönd er stór skemma með bláu þaki: https://www.google.is/maps/@65.272491,-13.9790303,3a,90y,90t/data=!3m6!1e1!3m4!1s-5KvyGuol3Yf52HghbUOSw!2e0!7i13312!8i6656!6m1!1e1?hl=is

Aevintyr-kort

Hluti af Samkoma handan Norðanvindsins

/www/wp content/uploads/2016/03/myndlistarsjodur

/www/wp content/uploads/2016/01/sl austurland vertical