Fræðsla

Litir minnis – listasmiðja fyrir 10 ára og eldri með Ji Yoon Jen Chung

Litir minnis – listasmiðja fyrir 10 ára og eldri með Ji Yoon Jen Chung

Laugardaginn 11. mars 2023, 14:00-16:00, Herðubreið Í þessari listasmiðju munum við skoða leiðir til að færa minningar yfir í málverk og notum til þess sömu liti og eru í ljósmynd. Með því að draga blek úr filmunni upplifa þátttakendur hvernig myndin leysist upp og hverfur samhliða því sem þeir skapa sínar eigin minningar í málverki, sem oft á tíðum er ólíkt því sem við höfum fangað á filmu. Námskeiðið er ókeypis, efniviður innifalinn. Hentar einstaklingum 10 ára og eldri, fullorðnir mjög velkomnir. Til að skrá sig í vinnustofuna: Senda tölvupóst á [email protected] Með skráningapóstinum eiga að fylgja 3-5 ljósmyndir af landslagi, […]

Read More

Listasmiðja: DINNER & A MOVIE 

Listasmiðja: DINNER & A MOVIE 

Laugardaginn 10. desember, kl. 11:00 – 18.30, Herðubreið, Seyðisfirði Skaftfell býður upp á smiðju í vídeó gjörningalist og innsetningu fyrir 14-18 ára, laugardaginn 10. desember í Herðubreið, Seyðisfirði. Leiðbeinendur eru Bobbi Salvör Menuez og Quori Theodor. Smiðjan DINNER & A MOVIE sameinar vídeó gjörninga-listasmiðju með Bobbi fyrir hádegi og tilrauna eldamennsku sem gagnvirkan skúlptúr með Quori seinnipartinn. Smiðjunni lýkur með sýningu á myndbands verkum morgunsins ásamt matnum sem búin er til saman í boði fyrir þátttakendur og gesti þeirra. Vídeó gjörningur: í sameiningu munum við skapa hliðar sjálf, í tilraun til skapandi sjálfskönnunar. Við munum skapa þessa karaktera út frá tilvísunum […]

Read More