Fræðsla

Gestalistamaður Skaftfells og nemendur Seyðisfjarðarskóla taka þátt í List í ljósi 2020

Gestalistamaður Skaftfells og nemendur Seyðisfjarðarskóla taka þátt í List í ljósi 2020

Gestalistamaður Skaftfells, Kristen Mallia (US), bauð nemendum í 3. bekk Seyðisfjarðarskóla upp á stutta listsmiðju þar sem þau unnu með ljós og myrkur og hið óútreiknanlega með því að nota skanna á mjög óhefðbundinn og gáskafullan hátt.  Afraskstur smiðjunnar verður til sýnis á hátíðinni List í ljósi 13.-15. febrúar, daglega kl. 18:00-22:00, í glugga verslunarinnar Blóðberg á Norðurgötu 5, sem snýr að Ránargötu.  Kristen Mallia er listakona sem býr og starfar í Boston, Massachusetts. Verk hennar, innsetningar, prent og verk sem búa yfir tímabundna umgjörð, tengjast öll á einhvern hátt endurtekningu og ferli, og með þeim rannsakar hún hlutverk varðveislu, […]

Read More

Silkiþrykknámskeið fyrir bæði óreynda og lengra komna

Silkiþrykknámskeið fyrir bæði óreynda og lengra komna

Helgarnámskeið 8.-9. febrúar EÐA 22.-23. febrúar  Laugardagur: kl. 10:00-13:00/Hlé/ kl. 14:00-16:00 Almenn kynning á prentaðferðinni og léttar æfingar. Sunnudagur: kl. 10:00-13:00 Unnið áfram með eigin hugmyndir. Verð: Hægt er að skrá sig eingöngu á laugardag sem kostar 6000.- kr. EÐA á báða daga sem kostar 10.000.- kr. Innifalið í verði er allur efniskostnaður. Námskeiðið fer fram í sýningarsal Skaftfells á Austurvegi 42. Hámarksfjöldi þátttakenda: 6-8 manns Skráning og fyrirspurnir fara fram á [email protected] Við hvetjum áhugasama að kanna hvort stéttarfélagið ykkar bjóði upp á niðurgreiðslu. Námskeiðið er haldið af FOSS editions og fer fram á ensku.