Framundan

Listaháskólanemar opna myndlistarsýningu í Skaftfelli

Listaháskólanemar opna myndlistarsýningu í Skaftfelli

Hópur þriðja árs myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands dvelja nú á Seyðisfirði og vinna hörðum höndum að sýningu sem opnar í Skaftfelli, Listamiðstöð Austurlands, föstudaginn 26. janúar kl 17.00. Þau dvelja á staðnum í tvær vikur, kynnast fólki og aðstæðum og vinna að list sinni. Þau heimsækja m.a. bræðsluna, fiskvinnsluna, LungA-skólann, vinnustofur listamanna og Geirahús, auk þess að kynnast heimamönnum og sögu staðarins. Mörg listamannanna eru að vinna með Seyðisfjörð sjálfan, söguna og landslagið, fundið efni af svæðinu, ljósmyndir og málverk af heimamönnum og fjöllum. Eftir sögustund Péturs Kristjánssonar vaknaði t.a.m. áhugi á fjarskiptasögu Seyðisfjarðar og morskóðun. Það stefnir í lifandi flutning á opnuninni með nýstofnuðum Morskór, jafnvel með aðkomu heimamanna. Allir eru […]

Read More

Rithöfundalest(ur) í Skaftfelli

Rithöfundalest(ur) í Skaftfelli

Rithöfundalestin stoppar á Seyðisfirði laugardaginn 18. nóvember klukkan 20:00 í galleríi Skaftfells. Hægt að versla einhverjar bækur á staðnum. Öll velkomin! Árleg ferð Rithöfundalestarinnar um Austurland verður 16. – 19 nóvember í ár. Í ár verða það Bergþóra Snæbjörnsdóttir sem kynnir sína nýjustu skáldsögu Duft, Nanna Rögnvaldsdóttir með sína fyrstu skáldsögu Valskan, Arndís Þórarinsdóttir sem nýverið hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Kollhnís. Fulltrúar Austurlands í lestinni eru svo Sævar Guðjónsson og Þórhallur Þorvaldsson sem kynna bók sína um Páll Leifsson – Palla í Hlíð. Á hverjum stað verða fleiri útgáfur tengdar Austurlandi kynntar og mögulega bætast aðrir höfundar í […]

Read More