Fréttir

TRIPTYKON innsetning eftir LungA skólan

TRIPTYKON innsetning eftir LungA skólan

Sunnudaginn 24. mars opnar LungA skólinn innsetningu í sýningarsal Skaftfell. Innsetningin er hluti af TRIPTYKON lokasýningu nemenda á listabraut sem fer fram á þremur mismunandi stöðum í bænum. Byrjað verður með samkomu í Skaftfelli klukkan 12:00 þar sem stór sameiginleg innsetning mun opna ballið með bjöllu. Sameiginlega innsetningin er bending í átt að samtengja praxís innan listnáms LungA School vorið 2024. Tveir langir armar munu teygja sig í gegnum rýmið og líkja eftir keri eða íláti fyrir verk sem sveima um efnin gagnsæi, síur og ógagnsæi.

Sound Bridge eftir Jan Krtička

Sound Bridge eftir Jan Krtička

Sound Bridge eða Hljóðbrúin eftir Jan Krtička er verk sem hann vann að á meðan hann dvaldi sem gestalistamaður Skaftfells árið 2022. Vinnustofudvöl hans var hluti af alþjóðlega samstarfsverkefninu Gardening of Soul. Verkið tengir á hljóðrænan hátt tvo mjög fjarlæga staði og tvær stofnanir sem eru í samstarfi: Skaftfell listamiðstöð á Seyðisfirði, og Ústí nad Labem House of Arts við myndlistar- og hönnunardeild Jan Evangelista Purkyně háskólans í Tékklandi. https://jankrticka.com/SOUNDBRIDGE/