Fréttir

Keramik smiðjur fyrir krakka og ungmenni

Keramik smiðjur fyrir krakka og ungmenni

Skaftfell býður krökkum og ungmennum upp á keramik smiðjur helgina 19.-20. nóvember í stúdíói Heima, Austurvegi 15, Seyðisfirði (gengið inn að framan). Leiðbeinandi er Rikke Høgenhof. Laugardaginn 19. nóvember kl. 12-16 Skrímslasmiðja fyrir 5-10 ára Skrímsli verða mótuð úr steinleir og máluð. Foreldrar eru velkomnir með. Listaverkin verða svo brennd af Rikke í vikunni og hægt verður að sækja þau í Heima laugardaginn 26. nóvember milli 14-15 þar sem haldin verður sýning á öllum verkunum. Sunnudaginn 20. nóvember kl. 12-16 Ljós og skuggar smiðja fyrir 11-15 ára Ljós og skuggar koma í ljós við gerð kertastjaka. Notast verður við handmótunaraðferðina […]

Read More

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 2022

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 2022

Rithöfundalest(ur) verður í Skaftfelli á Seyðisfirði föstudaginn 18. nóvember klukkan 19:00. Skaftfell hlakkar til að bjóða þau Benný Sif Ísleifsdóttur, Jónas Reyni Gunnarsson, Smára Geirsson, Rangar Inga Aðalsteinsson og Jón Pálsson velkomin á föstudaginn.  Rithöfundar verða á ferð um Austurland 17. – 20. nóvember að kynna verk sín venju samkvæmt. Að þessu sinni verður Rithöfundalestin alfarið austfirsk þar sem allir höfundar eiga rætur eða eru búsettir á Austurlandi. Kjarna lestarinnar mynda fjórmenningarnir: Benný Sif Ísleifsdóttir með skáldsöguna Gratíana sem er framhald Hansdætra; Jónas Reynir Gunnarsson með skáldsöguna Kákasus-gerillinn; Smári Geirsson með stórvirkið Sögu Fáskrúðsfjarðar; og Ragnar Ingi Aðalsteinsson með þrjú […]

Read More