Fréttir

Listamannaspjall: Brooke Holve (US), Catherine Richardson (UK/US), Eve Provost Chartrand (CA)

Listamannaspjall: Brooke Holve (US), Catherine Richardson (UK/US), Eve Provost Chartrand (CA)

Verið velkomin á listamannaspjall með gestalistamönnum Skaftfells! Miðvikudaginn 28. september kl. 17:30-18:30 í íbúð Skaftfells (efsta hæð). Kaffi og smákökur verða í boði. Brooke Holve býr og starfar í smábænum Sebastopol, Kaliforníu, um klukkustund norður af San Francisco. Hún dregur innblástur af náttúrulegum ferlum í landslaginu og rannsaka verk hennar eðli mótunar, einkum samspil innri/ytri ferla við efni og tungumál. Brooke er gestalistamaður Skaftfells í september 2022. Catherine Richardson býr og starfar á milli London, Englandi og Healdsburg, Norður-Kaliforníu. Verk hennar, sem samanstanda að mestu af teikningum og málverkum gerð með mismunandi aðferðum, kortleggja landslag og eru upplýst af jarðfræðilegri uppbyggingu þess, […]

Read More

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Bernd Koberling, Haust – Loðmundarfjörður

23. september – 31. desember 2022, Skaftfell Bistró BERND KOBERLING Haust | Autumn – Loðmundarfjördur The Painterly Self Nú til sýnis í bistrói er uppsetningu á vatnslitamyndum eftir hinn virta þýska listamann Bernd Koberling (Berlín, 1930), sem haft hefur sumardvöl í Loðmundarfirði síðan 1977, þegar hann var fyrst kynntur fyrir Austfjörðum af Dieter Roth.  Vatnslitamyndirnar tíu voru allar málaðar haustið 1998, stofnár Skaftfells fyrir tæpum 25 árum. Í þeim má finna vísun í landslag og gróðurfar Loðmundarfjarðar í litum sem á svipmikinn hátt kalla fram haustið. Verkin verða til sýnis frá 23. september – 31. desember 2022. Kærar þakkir fá […]

Read More