Fréttir

Bátur, setning, þriðjudagur

Bátur, setning, þriðjudagur

Sýningin ‘Bátur, setning, þriðjudagur’ er afrakstur tveggja vikna dvöl myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands á Seyðisfirði þar sem hópur nemenda á þriðja ári hafa unnið hörðum höndum undir leiðsögn Gunnhildar Hauksdóttur myndlistamanns. Gunnhildur dvaldi sjálf á Seyðisfirði árið 2001 ásamt samnemendum sínum í LHÍ þegar sambærileg vinnustofudvöl var haldinn í fyrsta sinn undir handleiðslu Björns Roth. Mörg listamannanna eru að vinna með Seyðisfjörð sjálfan, söguna og landslagið, fundið efni af svæðinu, ljósmyndir og málverk af heimamönnum og fjöllum. Eftir sögustund Péturs Kristjánssonar vaknaði t.a.m. áhugi á fjarskiptasögu Seyðisfjarðar og morskóðun. Það stefnir í lifandi flutning við opnun sýningarinnar, eða klukkan 18, […]

Read More

Listaháskólanemar opna myndlistarsýningu í Skaftfelli

Listaháskólanemar opna myndlistarsýningu í Skaftfelli

Hópur þriðja árs myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands dvelja nú á Seyðisfirði og vinna hörðum höndum að sýningu sem opnar í Skaftfelli, Listamiðstöð Austurlands, föstudaginn 26. janúar kl 17.00. Þau dvelja á staðnum í tvær vikur, kynnast fólki og aðstæðum og vinna að list sinni. Þau heimsækja m.a. bræðsluna, fiskvinnsluna, LungA-skólann, vinnustofur listamanna og Geirahús, auk þess að kynnast heimamönnum og sögu staðarins. Mörg listamannanna eru að vinna með Seyðisfjörð sjálfan, söguna og landslagið, fundið efni af svæðinu, ljósmyndir og málverk af heimamönnum og fjöllum. Eftir sögustund Péturs Kristjánssonar vaknaði t.a.m. áhugi á fjarskiptasögu Seyðisfjarðar og morskóðun. Það stefnir í lifandi flutning á opnuninni með nýstofnuðum Morskór, jafnvel með aðkomu heimamanna. Allir eru […]

Read More