Liðnar sýningar og viðburðir

Safnarar – Vorsýning Skaftfells 2019

Með vorsýningu Skaftfells 2019, Safnarar, er hugmyndin að fá að láni alls kyns söfn frá íbúum Seyðisfjarðar og nærliggjandi svæðum og sýna þau í sýningarsalnum. Allt frá eldspýtustokkum og frímerkjum yfir í ryksugu- eða ritvélasafn. Allt kemur til greina og allir, börn sem fullorðnir, geta verið með. Markmiðið með sýningunni er að gera tilraun til að sýna þverskurð af nærsamfélaginu og skoða að hverju áhugi okkar og sérviska beinist. Vonast er til að söfnin verði eins fjölbreytt og kostur er. Söfnunin stendur yfir á næstu vikum og vonumst við eftir að vera komin með flest söfn í hús um 18. mars. […]

Read More

Lisa Stybor – Flæði tímans

Lisa Stybor – Flæði tímans

Lisa M. Stybor (DE), og Lísa Leónharðsdóttir (IS) / Anna Raabe (DE) / Max Richter (DE) Opin vinnustofa föstudaginn 22. febrúar, kl. 17:00-20:00, 3. hæð Skaftfells, Austurvegi 42. Einn af núverandi gestalistamönnum Skaftfells, Lisa Stybor (DE), mun halda opna vinnustofu og kynna verk í vinnslu í listamannaíbúðinni, 3. hæð í Skaftfelli (gengið inn gallerí megin). Lisa M. Stybor er þýsk listakona, fædd 1953 í Aachen. Hún hefur síðastliðin tuttugu ár heimsótt Ísland til að rannsaka loft, jörð, vatn og eld. Í dag beinir hún athygli sinni að tíma. Hún ber línulegan tíma saman við líðandi stund. Í yfir tuttugu ár […]

Read More