Liðnar sýningar og viðburðir

/www/wp content/uploads/2019/01/cwcourse2 2

Ritsmiðja – Skapandi skrif #2

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að endurtaka ritsmiðjuna Skapandi skrif undir handleiðslu Nönnu Vibe Spejlborg Juelsbo, rithöfund, blaðamann og ritstjóra, en smiðjan er haldin í samstarfi við Skaftfell.   Nanna hefur rekið Útvarp Seyðisfjörður síðan 2016 og hefur nýlega tekið við sem forstöðumaður Bókasafns Seyðisfjarðar. Í ritsmiðjunni, sem er ætluð 18 ára og eldri, mun Nanna bjóða upp á tilraunakenndan og ljóðrænan leiðangur um tungumálið. Umgjörð smiðjunnar: Á sex vikna tímabili munu þátttakendur hittast einu sinni í viku og kafa ofan í undirdjúp skapandi skrifa. Í hverri kennslustund verður einblínt á sérstakt þema eða viðfangsefni til að rannsaka innan textamiðilsins, […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/11/danatuomo2

30 dagar – Verk í vinnslu

Á miðvikudaginn 28. nóv Dana Neilson (CA) og Tuomo Savolainen (FI) munu sýna afraksturinn af dvöl sinni í gestavinnustofu Skaftfells. Verið velkomin í Herðubreið café milli kl. 16:00 og 18:00 til að hitta listamennina og skoða verkin sem þau eru að vinna að. Dana Neilson hefur í verkum sínum tvinnað saman listum og vísindum í tengslum við efnivið, ferli og hluti sem hún safnar smám saman. Hún sækir sér innblástur úr náttúrunni, í uppruna hráefnis sem finna má í glerjungi og aðdráttarafli sínu gagnvart steinasöfnum. Hún mun setja fram athuganir sínar á fundnu efni (steinum) í formi keramiks sem eru bæði prufur og […]

Read More