Home » 2012

COVERED

17.06.-27.06.

Anna Anders hefur unnið með myndbandsmiðilinn síðan 1986. Hún byrjaði á að gera stuttmyndir en árið 1991 fór hún að skapa rýmisverk, s.s. vörpun, innsetningar og hluti.

Verk Önnu sýna röð atvika í rauntíma þar sem blekkingar og skynvillur koma við sögu. Í sumum verkum sínum vinnur Anna með skjáinn sjálfan og notar hann þá sem annað lag eða tengingu á milli hins raunverulega og sýnilega þannig að skörun á sér stað þar á milli. Líkt og í Trompe l’oeil málverkum þar sem erfitt er að greina á milli gervi- og raunverulegrar áferðar. Myndbandsverk Önnu verða í augum áhorfandans bæði áþreifanleg og efnisleg.

Anna skapar verk sín með því að styðjast við eina myndabandsupptökuvél og eitt sjónarhorn. Venjulega eru umgjörð verkanna fremur litrík en í nýrri verkum hennar (þrjú þeirra verða til sýnis á Seyðisfirði) styðst hún hvorki við liti né frásögn. Hlutirnir verða óljósir en þó má greina ákveðin vísi af einhverju. Með því að einfalda formið og undirstöðuna ögra verkin ímyndunaraflinu og vekja ef til vill upp gamlan ótta…

www.anna-anders.de

Sýningin er hluti af sumarsýningarröð Skaftfells 2012 Reaction Intermediate.