Home » 2007

EL GRILLO

Vorboðinn ljúfi birtist á Seyðisfirði út úr sjómuggunni fimmtudaginn 1. mars. Dieter Roth Akademían með nemendum frá Listaháskóla Íslands og erlendum gestanemum hreiðrar um sig í Skaftfelli, Menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Þetta er sjötta árið í röð sem Dieter Roth Akademían, undir stjórn Björns Roth myndlistamanns heldur nokkura vikna vinnubúðir í Skaftfelli fyrir hóp myndlistarnema. Hópurinn vinnur náið saman í rúmar tvær vikur að undirbúningi sýningar sem er snemmborinn vorboði inn í menningarlíf Seyðfirðinga. Stór hluti bæjarbúa er viðriðin undirbúning sýningarinnar þar sem nemendurnir vinna að verkum sínum inn á verkstæðum bæjarins, undir handleiðslu þess hagleiks fólks er þar starfar.

Listnemarnir í ár eru þau Christelle Concho, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Inga Martel, Irene Ósk Bermudez, James Greenway, Nika Kupyrova, Sigurrós Svava Ólafsdóttir, Vilborg Bjarkadóttir, Þórunn Maggý Kristjánsdóttir og Arild Tveito.

Sýningarstjóri og leiðbeinandi: Björn Roth.

EL GRILLO

The yearly collaboration between the Dieter Roth Academy, Icelandic Art Academy and Skaftfell started this year with the arrival of ten art students on the 1st of March. The group of students is made up of graduating students from the Icelandic Art Academy, foreign exchange students and KUNO students. The students work intensely together with local craftsmen for a period of three weeks.

The result is El Grillo, a diverse but distinctly local exhibition.