Home » Fræðsla

Fræðsla

Skaftfelli sinnur fræðslustarfi á fjórungsvísu og alþjóðlegum grundvelli.

Frá árinu 2001 hefur Dieter Roth Akademían, ásamt Listaháskóla Íslands, staðið fyrir árlegri vinnustofu útskriftarnema og erlendra gestanemenda í Skaftfelli. Á þessum námskeiðum er allur bærinn opnaður fyrir nemendunum, þeir vinna náið með starfsmönnum hinna ýmsu verkstæða og fyrirtækja í bænum að sýningu sinni í Skaftfelli. Aðrir samstarfsaðilar eru Tækniminjasafn Austurlands og Stálstjörnur.

Skaftfell hóf árið 2007 markvisst fræðslustarf sniðið að þörfum grunnskólanna á Austurlandi. Miðstöðin hefur boðið upp sjö verkefni sem fjallar um myndlist með einum eða öðrum hætti til að auðga listgreinakennslu í fjórðungnum.

Skaftfell tekur einnig reglulega á móti hópum frá framhaldskólunum á svæðinu, í sýningarheimsóknir og listamannaspjall. Að auki hefur Skaftfell umsjón með myndmenntakennslu fyrir Seyðisfjarðarskóla.

Til að panta leiðsögn hafið samband við fræðslufulltrúa Skaftfells, fraedsla@skaftfell.is eða í síma 472 1642.