Home » 2015

Frontiers of Solitude – Kynning listamanna og umræður

Um þessar mundir stendur yfir íslenski hluti alþjóðlega samstarfsverkefnisins Frontiers of Solitude.

Hópur listamanna hefur ferðast um og kynnt sér ónýttar auðlindir sem búa yfir endurnýjanlegum orkugjafa, vatn, gufa og vindur. Einnig hafa þau skoðað áhrif sem vatnsfalls- og jarðvarmavirkjanir hafa á landslag og staðbundin örhagkerfi. Listamennirnir hittu sérfræðinga á öðrum sviðum og fengu að kynnast vistfræðilegum, pólitískum og félagshagfræðilegum hliðum á þeim stöðum sem voru heimsóttir, m.a. Skálanes, Húsey, Kárahnjúkastífla og Alcoa Fjarðaál.

Listamennirnir eru Pavel Mrkus og Diana Winklerova frá Tékklandi, Greg Pope og Ivar Smedstad frá Noregi, Karlotta Blöndal og Finnur Arnar. Leiðangursstjóri er Julia Martin og ljósmyndari Lisa Paland.

Mánudaginn 17. ágúst munu listamennirnir sýna athuganir og deilda vangaveltum frá rannsóknarleiðangrinum í Herðubreið á Seyðisfirði.

Viðburðinn er opin öllum.

Frontiers of Solitude samstarfsverkefni Školská 28 (Deai/setkani) í Tékklandi, Atelier Nord í Noregi og Skaftfells – myndlistarmiðstöð Austurlands og er fjármagnað með styrk í gegn um uppbygginarsjóð EES frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi fyrir menningararf og samtímalistir.