Home » 2008

HARDWARE / SOFTWARE

Sýningin er á vegum nemenda Listaháskóla Íslands í samstarfi við Dieter Roth akademíuna, Skaftfell og Tækniminjasafnið á Seyðisfirði og hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2000. Sýningin í ár ber heitið Hardware/Software og eru þátttakendur 8 talsins, þar af eru 2 erlendir listnemar. Verkin á sýningunni eru öll unnin á staðnum, oft í nánu samstarfi við bæjarbúa og hin ýmsu fyrirtæki svæðisins, sem skapar mikla fjölbreytni, en verkin spanna allt frá stafrænni ljósmyndun yfir í stífluframkvæmdir. Björn Roth fer með sýningarstjórn en skipulagsmál og kynningarstarfsemi er í höndum  nemenda.

Sýnendur eru: Ástríður Magnúsdóttir, Dmitri Gerasimov, Eva Dagbjört Óladóttir, Logi Bjarnason, Joao Leonardo, Páll Haukur. Björnsson, Una Björk Sigurðardóttir og Unndór Egill Jónsson.
Sýningarstjórn: Björn Roth

HARDWARE / SOFTWARE

Icelandic Academy of the Arts, Dieter Roth Academy and Skaftfell

Project realised by students of the annual collaboration course of Skaftfell, Dieter Roth Academy, Icelandic Art Academy & The Technical Museum, Seydisfjordur. The works are all made in situ, Seydisfjordur, with the help of the towns firms, garages and inhabitants, and very versatile. The exhibition is curated by Björn Roth, but planning and PR is executed solely by the students.