Home » 2009

KIPPUHRINGUR

Kippuhringur er sýning sex nemenda Listaháskóla Íslands, auk tveggja gestanemenda frá Listaháskólanum Valand í Gautaborg.

Nemendurnir hafa síðastliðnar tvær vikur dvalið á Seyðisfirði og unnið þar að sýningunni í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga í bænum.

Dvölin á Seyðisfirði mun óneitanlega hafa einhver áhrif á verk nemenda þar sem að ferðin hefur verið áhrifamikil. Nemendur hafa skoðað verkstæði bæjarins, Tækniminjasafnið og farið á sjóinn og veitt sér í soðið. Ýmsir listamenn bæjarins hafa veitt nemendum aðstoð og ráðleggingar.

Sýningarstjóri er Björn Roth og opnar sýningin í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi á Seyðisfirði, þann 28. febrúar næstkomandi kl. 16:00.

Sýningin er opin miðvikudaga til fimmtudaga frá kl.13 – 17 og föstudaga til sunnudaga frá kl.13 – 20 og eru allir velkomnir.

KIPPUHRINGUR

Kippuhringur is an exhibition by six students of the Icelandic Academy of the Arts and two guest students from the Valand Art Academy in Sweden. The students spend two weeks in Seyðisfjörður on a yearly workshop held by the Icelandic Academy of the Arts and the Dieter Roth Academy, in collaboration with Skaftfell – Center for Visual Art and the East-Iceland Technological Museum.