Margrét H. Blöndal

Margrét H. Blöndal

7. október - 26. nóvember, 2017.

Einkasýning.

Margrét H. Blöndal býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk námi frá fjöltæknideild Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1993 og meistaraprófi í skúlptúr frá Rutgers háskólanum í New Jersey. Af nýlegum sýningum má nefna einkasýningu hjá i8 Gallery, Reykjavík (2016); Galerie Thomas Fischer, Berlín (2015); Felldur / Field, Harbinger, Reykjavík (2015); Listasafn Reykjavíkur (2014); og Fort Worth Contemporary Arts, USA (2009). Verk hennar hafa verið sýnd í fjölda samsýninga og meðal annarra: the 6th Momentum, Moss, Noregi (2011); Manifesta 7, Trentino, Ítalíu (2008) og Kunstverein Baselland, Sviss (2006). Árið 2009 var hún residensíulistamaður hjá Laurenz Haus Stiftung, Basel. Margrét hefur allan sinn feril stundað kennslu og á síðustu árum hefur hún auk þess unnið sem leiðsögumaður í sérlega hægum og náttúrubundnum ferðum um landið.

Myndlistarsjodur