Home » 2017

Margrét H. Blöndal

Einkasýning Margrétar H. Blöndal, pollur – spegill, stendur yfir frá 7. okt – 26. nóv.

Ég var á ferð fótgangandi, áverkar á stígum mynduðu dældir fyrir vatn sem hefur fossað frá himninum síðustu daga.  Spegill spegill herm þú mér.  Sumir eru drullug díki, aðrir grárri og svo getur glitt í tæran botninn.  Pollur er djúpur, gljúpur sem gleypir og fær eitthvað til að hverfa.  Spegill flatur – tví- og þrívítt á víxl – samt getur maður horft inn í óendanleikann – eða ekki.  Pollur er hjúpur um áverka, hylur eða undirstrikar – allt eftir því hvað þú vilt og vilt. Pollur er dulargervi – spegill – þú felur þig eða framkallast í eigin ímynd.   

Stundum er ég snekkja – stútfull af káetum í ýmsum stærðum. Kýraugun stöðugt á höttum eftir vísbendingum. Hoppa og skoppa yfir heljarbrú, opna út á dekk, ryð niður veggjum og færi til vistarverur. Hér er hægt að dansa og hér er möguleiki að vinna aflann; ein ég eima og flokka, flaka líka og stokka. 

Til sýnis eru sex ný verk sem öll urðu til nokkrum dögum fyrir opnun. Í vinnuferlinu byrjaði Margrét á því að innbyrða sýningarsalinn, lögun hans og andrúmsloft. Í kjölfarið raðaði hún og stillti handvöldum og umbreyttum efnisföngum, snúrum, plasti, tróði, prikum, o.s.frv. víðsvegar um salinn. Hárfínar samsetningar mynda þannig saman ljóðræna og fínstillta innsetningu í rýmið. Hið einfalda og látlausa verður að einhverju forvitnilegu sem býr þó yfir kunnugleika, sem kveikir ný hugsanatengsl hjá áhorfendum og jafnvel veitir þeim innblástur inn í aðvífandi vetur.

Á vegferð sinni er Margrét árvökul en um leið rænulaust reiðubúin að viða að sér efni til úrvinnslu og nýtingar í óorðin verk og á birgðir frá öllum heimshornum. Hún tók úrval með sér til Seyðisfjarðar auk þess sem hún fór í leiðangra í firðinum, í heimahús með leyfi, geymslur og skemmur í efnisleit.

Margrét H. Blöndal býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk námi frá fjöltæknideild Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1993 og lauk síðar meistaraprófi frá Rutgers háskólanum í New Jersey. Af nýlegum sýningum hennar má nefna einkasýningu hjá Galerie Thomas Fischer, Berlín (2017), i8 Gallery, Reykjavík (2016); Felldur, Harbinger, Reykjavík (2015); Listasafn Reykjavíkur (2014); og Fort Worth Contemporary Arts, USA (2009). Verk hennar hafa verið sýnd á fjölda samsýninga, meðal annarra: Entangled: Material and Making, Turner Contemporary, Margate (2017),  6th Momentum, Moss, Noregi (2011); Manifesta 7, Trentino, Ítalíu (2008) og Kunstverein Baselland, Sviss (2006). Árið 2009 var hún residensíulistamaður hjá Laurenz Haus Stiftung, Basel. Margrét hefur allan sinn feril stundað kennslu.

[box]Sýningarsalurinn er opinn á sama tíma og Bistróið.0[/box]

MyndlistarsjodurSL_austurland

/var/www/vhosts/skaftfell.is/httpdocs/wordpress/wp content/uploads/2017/03/afmaelislogo 60 ara svn

Margrét H. Blöndal

The solo exhibition pollur – spegill by Margrét H. Blöndal, is ongoing from Oct 7 – Nov 26 in the Skaftfell gallery.

 I was moving along on foot, water that had pored from the sky filled the dents in the paths. Mirror, mirror on my way. Some are muddy holes, others opaque and then somewhere the clear bottom glitters through. A puddle is deep, sodden which swallows and makes something vanish. A mirror is flat – true or free dimensional – still you can look into the infinity – or not. A puddle coats a damage, it covers or emphasizes – depending on what you want and want. A puddle is a disguise – the reflection – you appear or disappear behind your own image.

The exhibition consists of six works that all were made a few days prior to the opening. The artist’s work process begun with examining the gallery, its shape and atmosphere, followed by a process of arranging and placing around the space, detailed objects made out of everyday material, wire, plastic, thread, stick etc. These materials were transformed and animated into curious objects that contain a familiar presence and together weave a poetic and fine tuned installation.

In her travells Margrét is alert and, at the same time, subconsciously ready to collect materials to process and animate into new objects. She brought with her to Seyðisfjörður a selection of her global stock as well as gathering new material in the fjord when visiting local homes, storages and storehouses.

Margrét H. Blöndal lives and works in Reykjavík. She graduated from the Icelandic College of Arts and Crafts in 1993 and completed her masters from Mason Gross School of the Arts, Rutgers University, USA, in 1997. Recent exhibition include a solo exhibition at Galerie Thomas Fischer, Berlin (2017); i8 Gallery, Reykjavík (2016); Felldur, Harbinger, Reykjavík (2015); Listasafn Reykjavíkur (2014) and Fort Worth Contemporary Arts, USA (2009). Her work has been exhibited in various group exhibitions, including: Entangled: Material and Making, Turner Contemporary, Margate (2017); 6th Momentum, Moss, Norway (2011); Manifesta 7, Trentino, Italy (2008) and Kunstverein Baselland, Swiss (2006). In 2009 she stayed as an artists-in-residence at Laurenz Haus Stiftung, Basel. Alongside her practise Margrét has worked as a teacher.

[box]The gallery is open concurrent with the Bistro.[/box]

MyndlistarsjodurSL_austurland

/var/www/vhosts/skaftfell.is/httpdocs/wordpress/wp content/uploads/2017/03/afmaelislogo 60 ara svn