Munnleg geymd og kortlagning minninga

Hvað er munnleg geymd?

Hvernig birtist fyrirbærið okkur í dag ólíkt fyrri tímum þar sem fólk reiddi sig nær eingöngu á eigið minni til að koma frásögnum og þekkingu til skila?

Fræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2016-2017 er farandlistsmiðja sem ferðast á milli austfirskra grunnskóla. Hugtakið munnleg geymd verður krufið bæði í tengslum við gamla og nýja tíma og í kjölfarið skoðað hvað gerist þegar munnleg geymd er skrásett bæði í formi hljóðupptöku og á sjónrænan hátt. Nemendur munu vinna verkefni þar sem þeir fá að kafa ofan í sinn eigin minninga- og frásagnarbanka þar sem útgangspunkturinn er staður í þeirra nágrenni sem vekur hjá þeim minningar um atburð, upplifun eða hugrenningatengsl sem þau eiga tengdum staðnum og gera í kjölfarið kort eftir minni og reyna að útfæra frásögnina á sjónrænan hátt. Að lokum verður öllum hljóðupptökum og kortum safnað saman á heimasíðu sem er tileinkuð verkefninu og verður öllum aðgengileg. Listsmiðjan miðast við nemendur á miðstigi og hefst í október 2016.

Hönnuður og leiðbeinandi smiðjunnar er Ragnheiður Maísól Sturludóttir en hún útskrifaðist með BA gráðu úr myndlistadeild Listháskóla Íslands vorið 2013 en þar að auki hefur hún verið með annan fótinn í leiklist s.s. Improv Ísland og meðlimur í Sirkus Íslands. Ennfremur hefur Ragnheiður stýrt fjölda ólikra verkefna þ.á.m. haldið utan um og kennt listnámskeið fyrir börn.

Samantekt í formi vefkorts er hægt að skoða hér: http://skaftfell.wixsite.com/minningar

Frá árinu 2007 hefur Skaftfell sent út af örkinni fræðsluverkefni þar sem öllum grunnskólum á Austurlandi er boðin þátttaka þeim að kostnaðarlausu. Fræðsluverkefnin eru með ólíku sniði hverju sinni en ávallt með áherslu á myndlist.

Munnleg geymd og kortlagning minninga stendur öllum grunnskólunum á Austurlandi til boða þeim að kostnaðarlausu og var styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Sprotasjóði og er unnið í samstarfi við List fyrir alla.

/www/wp content/uploads/2016/10/lfa

/www/wp content/uploads/2016/01/sl austurland vertical