Home » 2008

PASSING BY – SEYÐISFJÖRÐUR

30 ágú 2008 – 14 sep 2008

VESTURVEGGURINN/ THE WESTWALL

SJÓNHEYRN
– sýningaröð á Vesturvegg Skaftfells sumarið 2008

Síðustu daga ágústmánaðar hefur listamaðurinn Darri Lorenzen verið á vappi um Seyðisfjörð að taka upp kvikmyndina Passing by – Seyðisfjörður en hljómsveitin Evil Madness sér um hljóðið við myndina.

Myndin verður frumsýnd laugardaginn 30.ágúst kl. 16:00 á Vesturveggnum í Skaftfelli.
Að lokinni frumsýningu mun myndin verða sýnd á skjá í einni af hillum bókasafns Skaftfells út árið. Frá og með frumsýningu og fram til laugardagsins 6.september mun myndin einnig verða aðgengileg á netinu á slóðinni:

www.projectgentili.com/passing_by.html

Darri Lorenzen er fæddur 1978, hann býr og starfar í Berlín. Darri hefur sýnt víða, hann tók m.a. þátt í tilraunamaraþoni Hafnarhússins á Listahátíð 2008. Darri Lorenzen er á mála hjá Project Gentili í Prato á Ítalíu.

Sýningin er sú síðasta í sýningarröðinni Sjón-heyrn. Sýningarröðin einkennist af pörum myndlistar- og tónlistarmanna sem vinna náið saman að sýningunum. Sýningarstjórar voru þau Ingólfur Arnarsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir.

http://www.projectgentili.com/pdf/en/lorenzen_bio_en.pdf