Home » 2014

Point of View

Bókabúðin-verkefnarými
Opnar föstudaginn 30. maí kl. 21:00

Í lok maí munu Katrín Agnes Klar og Lukas Kindermann sýna verk sem fjalla um hreyfingu í myndfleti. Þau skoða hreyfingu innan myndarinnar, hreyfingu listamannsins í myndinni eða myndina sem áhrifavald hreyfingar hjá áhorfandanum.

Verk beggja listamanna eru byggð á huglægri hugmynd þeirra um listsköpun, sem er í þeirra skilningi annaðhvort stöðug eða sjónræn umbreyting. Vinnuferli þeirra fylgja þessari hugmynd um umbreytingu en niðurstaðan getur verið margvísleg.

Opnunartímar:

laugardag 31. maí, kl. 14-16
sunnudag 1. júní, kl. 14-16
þriðjudag 3. júní, kl. 14-16
miðvikudag 4. júni, kl. 14-16

Æviágrip

Katrín Agnes Klar er fædd 1985. Hún nam nám í New Media Arts við Karlsruhe University of Arts and Design (ZKM) frá 2006 til 2011 og grafík við Listaháskólann í München frá 2010 til 2013. Hún hefur sýnt m.a.: Moscow International Biennale for Young Art, Badischer Kunstverein (Karlsruhe), Ve.Sch (Vín), Haus der Kunst (München), Betahaus (Berlín), Artíma gallerý, Mokka Kaffi, Sequences Festival Off Venue. Haustið 2014 opnar umfangsmikil sýning á verkum hennar í Kunsthalle Kempten og meðfylgjandi útgáfa sýningarskrá. Árið 2013 setti hún upp tvö varanleg verk í opinberu rými; í München (í samvinnu við Lukas Kindermann) og í Berlín.  www.katrinagnes.com

Lukas Kindermann er fæddur 1984. Hann nam nám í New Media Arts við Karlsruhe University of Arts and Design (ZKM) frá 2005 til 2010 og grafík við Listaháskólann í München frá 2010 til 2013. Lukas hefur m.a. sýnt: Centre Pompidou (Paris), Videowall Kunsthalle Wien (Vín), ART Karlsruhe, Badischer Kunstverein (Karlsruhe), Kunstverein Wilhelmhöhe (Ettlingen), Haus der Kunst (München), Gallery of the Academy of Performing Arts (Prague), National Centre for Contemporary Arts (Saint Petersburg), Mokka Kaffi. Vorið 2014 kom út bók með verkum Lukasar hjá Revolver Publishing í Berlín. www.lukaskindermann.com