Home » Creative: kortlagning skapandi greina, 2013

Creative: kortlagning skapandi greina, 2013

Árið 2013 gerði listamannateymið RoShamBo, í samvinnu við Skaftfell, gerði úttekt öllum helstu verkstæðum, vinnustofum, sýningarrýmum og áhugaverðum stöðum á Seyðisfirði. Í kjölfarið var útbúið vefkort fyrir alla þá sem starfa innan skapandi geirans; listamenn, hönnuðir, handverksmenn og aðrir sem hafa hug á að vinna á svæðinu, framkvæma verkefni, framleiða verk eða leggjast í rannsóknir og þróunarvinnu. Því má segja að kortið þjóni þeim aðilum sem þar koma fram og skjólstæðingum þeirra og viðskiptavinum.

Árið 2016 var svæðið víkkað og gerð úttekt á Austurlandi.

Gerð kortsins er styrkt af Menningarráði Austurlands.