RIFF úrval 2014

Skaftfell, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, opnar útibú fyrir Reykjavík International Film Festival á Seyðsifirði dagana 9. og 10. október.

Til sýnis verða fjórar myndir í Bistróinu.

Aðgangseyrir er 500 kr.

Fimmtudagur, 9. okt

Kl. 20:00  Á nýjum stað / Home in the Ice / Eisheimat
Kl. 22:00  Hinsegin hljómur / Sounds Queer

Föstudagur 10. okt

Kl. 20:00   Leyndardómur vörðunnar í Norðri / Mystery of the Arctic Cairn
Kl. 21:30   Áður en ég hverf / Before I Disappear

Nánar um myndirnar:


Á nýjum stað / Home in the Ice / Eisheimat
Heike Fink (GER) 2012 / 90 min
Stiklahttps://www.youtube.com/watch?v=5S85fhO0Wzo

„Óskað eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ“, var prentað í norður-þýsk blöð árið 1949. Í kjölfarið fluttust 238 þýskar konur hingað til lands. Myndin segir sögu sex hugrakka kvenna sem líta á níræðisaldri yfir farinn veg og gera upp gamla tíma eða væntumþykju, opnum hug og fyrirgefninu í hjarta.


Hinsegin hljómur / Sounds Queer
Dan Bahl (DE) 2013 / 60 min
Stikla: 
http://vimeo.com/87271798

Heimildarmyndin Hinsegin hljómur fjallar um þrjár kvenkyns plötusnúða í Berlín, bæði vinnu þeirra og hversdagslíf.


Leyndardómur vörðunnar í Norðri / Mystery of the Arctic Cairn
Leikstjóri: Kyle O´Donoghue & Niki Redelinghuys (NOR/RSA) 2014 / 54 min
Stikla: https://www.youtube.com/watch?v=c8Sqx-dcI5k

Árið 1898 lagði Otto Sverdrup af stað frá Noregi um borð í hinu sögufræga skipi Fram til að kortleggja norðurheimsskautið. Í leiðarbók sinni skrifaði Sverdrup um vörðu sem þeir reistu á nyrsta punkti ferðarinnar, Landslokum. Enn hefur varðan ekki fundist. Kvikmyndagerðarmaðurinn Kyle O’Donoghue fylgir hér eftir leiðangri í leit að týndu vörðu Svedrups í einlægri, fyndinni og innilegri sögu fjögurra manna um ógleymanlegar slóðir.


Áður en ég hverf / Before I Disappear
Leikstjóri: Shawn Cristensen (USA/GBR) 2014 / 98 min

Richie, vonlaus einyrki sem er í þann mund að enda líf sitt, þarf að hætta við allt saman þegar systir hans hringir í hann og biður hann um að líta eftir dóttur sinni, Sophie, í nokkrar klukkustundir. Hann þarf að lokum að vera með frænku sína um nóttina, en það er ekkert miðað við önnur vandræði sem banka á dyrnar.