Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur

Rúllandi snjóbolti er alþjóðleg listasýning með verkum samtímalistamanna.

Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur leiðir saman listamenn sem vinna með hina ýmsu miðla við listsköpun sína s.s. teikningar, ljósmyndir, málverk, skúlptúra og myndskeið. Sýningin er samstarfsverkefni Kínverks-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar (CEAC) í Xiamen í Kína, Djúpavogshrepps og einnig, í sumar, Rijksakademie í Amsterdam.

Á Rúllandi snjóbolta/7 verða sýnd verk eftirfarandi 32 listmanna:

Íslenskir listamenn

Berglind Ágústsdóttir / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Ragnar Kjartansson /Sigurður Guðmundsson / Magnús Pálsson / Arna Óttarsdóttir / Hreinn Friðfinnsson / Kristján Guðmundsson / Þór Vigfússon / Hrafnkell Sigurðsson / Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar / Árni Páll Jóhannsson / Ragna Róbertsdóttir / Rúrí / Rúna Þorkelsdóttir / Hekla Dögg / Ólöf Nordal / Finnbogi Pétursson / Egill Snæbjörnsson / Elín Hansdóttir / Margrét Blöndal / Olga Bergmann

Listamenn við Rijksakademie, Amsterdam í Hollandi

Juliaan Andeweg (NL) / Josefin Arnell (SE/NL) / Mercedes Azpilicueta (IT/AR/NL) / Pauline Curnier Jardin (FR) / Marije Gertenbach (NL) / Tamar Harpaz (IL/US) / Christine Moldrickx (DE) / Matthijs Munnik (NL) / Eva Spierenburg (NL) / Robbert Weide (NL)

Sýningin er haldin í Bræðslunni á Djúpavogi.

Opnunarhátíðin er 2. júlí kl. 15:00. Eftir það er opið daglega kl. 11:00-16:00 til 21. ágúst. Aðgangur ókeypis.

Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Mondriaan Fund.