Home » 2016

Hin leynda hula – fyrirlestur

Viðburðurinn samanstendur af mögulegum rangfærslum í sameiginlegum minningum þjóðarinnar. Hulunni svipt af ýmsum goðsögnum sem hugsanlega eiga rætur að rekja til norðursins.

Ásta Fanney Sigurðardóttir fæddist árið 1987. Hún útskrifaðist með B.A. próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og hélt sína fyrstu einkasýningu ári síðar. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis og komið fram bæði á ljóða- og tónlistarhátíðum. Hún vinnur oft á mörkum tónlistar, hljóðlistar, gjörninga og ljóða og tvinnar gjarnan saman hinum ýmsu miðlum.

Hluti af Samkoma handan Norðanvindsins

/www/wp content/uploads/2016/03/myndlistarsjodur

/www/wp content/uploads/2016/01/sl austurland vertical