Vinnustofan Seyðisfjörður 2018

Síðan 2001 hefur árlega verið haldið tveggja vikna námskeið, Vinnustofan Seyðisfjörður, á vegum Dieter Roth Akademíunar fyrir útskriftarnema úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur kynnist aðferðafræði svissneska listamannsins Dieter Roth og geti nýtt sé þær sérstæðu aðstæður sem Seyðisfjörður býður upp á. Skaftfell er aðalbækistöð nemenda á meðan á námskeiðinu stendur, þar sem unnið er að þróunarvinnu og listsköpun. Leiðbeinendur eru Björn Roth og Kristján Steingrímur Jónsson.

Námskeiðinu lýkur með sýningu í sýningarsal Skaftfells sem opnar laugardaginn 3. feb. og stendur til 8. apríl.

Samstarfsaðilar námskeiðsins eru Dieter Roth AkademíanListaháskóli Íslands, Tækniminjasafn Austurlands, Stálstjörnur og ýmsa innanbæjar aðilar.

Nemendur Listaháskóla Íslands: Agnes Ársælsdóttir, Almar Steinn Atlason, Anna Andrea Winther, Ágústa Björnsdóttir, Guðný Sara Birgisdóttir, Hanne Korsnes, Hillevi Cecilia Högström, Katrín Helga Andrésdóttir, Tora Victoria Stiefel, Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson, Þórunn Kolbeinsdóttir, Æsa Saga Otrsdóttir Árdal.

LHI_hopmynd-2018