Home » Um Skaftfell

Um Skaftfell

Starfsemi Skaftfells er helguð myndlist, með megin áherslu á samtímalist. Í Skaftfelli er öflugt sýningarhald, gestavinnustofur fyrir listamenn og kaffistofa með góðu myndlistar bókasafni. Skaftfell leggur áherslu á að vera tengiliður á milli leikinna og lærðra og stendur fyrir fjölþættu fræðslustarfi, jafnt á fjórðungs vísu og á alþjóðlegum grundvelli.

Samkvæmt þríhliða samningi Skaftfells, Menningarráðs Austurlands og Seyðisfjarðarkaupstaðar gegnir Skaftfell þjónustuhlutverki fyrir allt Austurland varðandi málefni myndlistar og er jafnframt ein af þremur miðstöðvum sem saman mynda menningarmiðstöð Austurlands.