Home » Lög

Lög

Lög Skaftfellshópsins á Seyðisfirði

1.gr.
Heiti félagsins er Skaftfellshópurinn á Seyðisfirði, áhugafélag um menningu og listir.

2.gr.
Stofnendur félagsins eru: Arnbjörg Sveinsdóttir, Þóra Guðmundsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Aðalheiður Borgþórsdóttir, Inga Jónsdóttir, Gréta Garðarsdóttir, Ólafía María Gísladóttir, María Gaskell, Unnur Óskarsdóttir, Guðrún Ragna Garðarsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Dieter Roth, Björn Roth, Garðar Eymundsson, Garðar Rúnar Sigurgeirsson, Jónas A.Þ. Jónsson, Einar Bragi Bragason, Magnús Reynir Jónsson, Þorgils Baldursson, Pétur Kristjánsson, Guðjón Egilsson, Þórður Jakobsson og Jóhann Freyr Aðalsteinsson.

3.gr.
Hlutverk félagsins er að stuðla að, viðhalda og efla alla menningu og listir á Seyðisfirði, styrkja seyðfirska menningu og auka menningarleg samskipti við aðra menningarstaði og félög hvar sem er í heiminum. Styðja og efla alla starfsemi í Listamiðstöðinni Skaftfelli.

4.gr.
Félagsmenn geta allir orðið sem áhuga hafa á starfsemi og markmiðum félagsins og skrifað hafa undir inntökubeiðni og sent stjórn félagsins.

5.gr.
Rétt til setu á fundum félagsins hafa allir félagsmenn.

6.gr.
Heimilt er að víkja félögum úr félaginu ef þeir verða uppvísir af því að vinna gegn hagsmunum og markmiðum félagsins.

7.gr.
Greiðsla félagsgjalda skal fara fram samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins.

8.gr.
Reikningsár félagsins er á milli aðalfunda.

9.gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn ár hvert. Til aðalfundar skal boða með eins tryggum hætti og unnt er hverju sinni. Afl atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi.

10.gr.
Dagskrá aðalfundar skal vera:

1. Skýrsla stjórnar.
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Umræður um skýrslu og reikninga.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning formanns og varaformanns fyrir næsta starfsár.
6. Kosning stjórnar og varastjórnar fyrir næsta starfsár.
7. Kosning endurskoðenda fyrir næsta starfsár.
8. Ákvörðun félagsgjalds.
9. Kosning tveggja fulltrúa félagsins í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Skaftfell samkvæmt skipulagsskrá hennar.
10. Tilnefnda fulltrúa í sýningarnefnd Skaftfells þegar þörf er á.
11. Önnur mál.

11.gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundum félagsins. Aðalfundur er lögmætur ef rétt er til hans boðað samkvæmt lögum félagsins.

12.gr.
Stjórn félagsins skipa fimm menn og jafn margir til vara.

13.gr.
Stjórnin er kjörin til næsta aðalfundar.

14.gr.
Stjórn félagsins skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti en því að formaður og varaformaður eru kjörnir á aðalfundi.

15.gr.
Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með þeim takmörkunum sem lög þessi setja. Hún tekur ákvarðanir um starfsemi og er ábyrg fyrir fjárreiðum og skuldbindingum félagsins.

16.gr.
Stjórnarfundi skal boða með eins tryggum hætti og unnt er hverju sinni. Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef allir stjórnarmenn eða varamenn þeirra sækja fund. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Ef atkvæði falla jafnt ræður atkvæði formanns.

17.gr.
Stjórn félags er skylt að efna til almenns félagsfundar ef minnst fjórðungur félagsmanna óska þess. Almennir fundir skulu auglýstir á eins tryggilegan máta og unnt er hverju sinni.

18.gr.
Bráðabirgðastjórn félagsins skipa Jónas A.Þ. Jónsson, Þóra Guðmundsdóttir og Garðar Rúnar Sigurgeirsson og fer hún með öll málefni félagsins fram að fyrsta aðalfundi þess. Þar á meðal að ganga frá og skrifa undir skipulagsskrá fyrir Sjálfseignarstofnunina Skaftfell, listamiðstöð, fyrir hönd Skaftfellshópsins á Seyðisfirði.

Seyðisfjörður 13. apríl, árið 1997.