Home » 2006

SLEIKJÓTINDAR

Vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Þátttakendur vinnustofunnar eru sex útskriftarnemendur frá myndlistardeild LHÍ og fjórir erlendir listnemar frá Austurríki, Eistlandi, Danmörku og Skotlandi. Öll eru þau nýir meðlimir Dieter Roth Akademíunnar og er leiðbeinandi námskeiðsins prófessorinn og myndlistamaðurinn Björn Roth.

Hópurinn mun setja upp sýninguna Sleikjótindar (Lollitops) í Skaftfelli og verður sýningin formlega opnuð þann 18. mars kl: 16.00 og mun hún standa til 29 apríl.

Þetta er í sjötta skipti sem vinnustofa af þessari gerð fer fram á Seyðisfirði og hafa listamenninir notið stuðnings íbúa og fyrirtækja bæjarins við gerð verka sinna. Vinnustofunar hafa ávalt endað með afar áhugverðum sýningum, sem segja má vera forsmekkinn af því sem koma skal á nýjum tímum lista og menningar.

Sýningarstjóri og leiðbeinandi: Björn Roth.