Home » 2007

STREETS OF BAKERSFIELD

16 j̼n 2007 Р04 j̼l 2007
Vesturveggur

– Orustan um Gettysbourg, Streets of Bakersfield að eilífu –

Laugardaginn 16. júní kl. 21:00 opnar Elvar Már Kjartansson sýninguna Streets of Bakersfield á Vesturveggnum í Skaftfelli Menningarmiðstöð á Seyðisfirði.

Elvar er annar í röðinni í sýningarröð Vesturveggsins í sumar en í ár koma þar við sögu listamenn sem vinna á mörkum hljóðs/tónlistar og myndlistar. Í kjölfar opnunar mun hljóðlistamaðurinn Auxpan halda tónleika í Bistróinu. Hann hefur verið til fyrirmyndar og getið sér gott orðspor á Íslandi og víðar. Tónleikarnir munu hefjast kl 22:00 og standa fram eftir kvöldi. Sérstakur gestur verður tónlistamaðurinn Buck Owens sem dó langt fyrir aldur fram í fyrra.

Elvar Már Kjartansson er betur þekktur sem „noise“ hljóðlistamaðurinn Auxpan. Auxpan hefur tekið þátt í ýmsum hljóðlistarviðburðum um heim allan um árabil.