Stuttmyndir og stop – motion

03.06.10 – 14.06.10
Vesturveggurinn

Stuttmyndir:
Flugan Raspútín & Dr. Hrollur
Nemendur úr efstu bekkjum skólans sóttu námskeið í vetur hjá kvikmyndagerðamanninum Kára Gunnlaugssyni. Á námskeiðinu kynntu nemendurnir sér hina ýmsu þætti kvikmyndagerðar og unnu að lokum tvær stuttmyndir.

Stop-motion:
Nemendur 7., 9. og 10. bekkjar Seyðisfjarðarskóla kynntu sér stop-motion tækni í myndmennt í vetur undir handleiðslu myndlistarmannsins Hönnu Christelar Sigurkarlsdóttur. Þau unnu saman í hópum og afraksturinn eru 16 stutt myndbönd.

Kvikmyndagerðamaðurinn Kári Gunnlaugsson er búsettur á Seyðisfirði og fæst þar við ýmis störf tengd hugðarefnum sínum.
Myndlistarmaðurinn Hanna Christel Sigurkarlsdóttir er einnig búsett á Seyðisfirði, hún hefur starfað sem myndmenntakennari hjá Skaftfelli í vetur og séð um kennslu hjá efstu bekkjum Seyðisfjarðarskóla ásamt Helga Erni Péturssyni, þau hafa einnig séð um kennslu í fræðsluverkefni vetrarins ,,hugmyndavinna og endurvinnsla í myndlist og sköpun“ en það var námskeið sem þau kenndu í vel flestum grunnskólum á Austurlandi.