Home » 2016

Suspending plains

Verið hjartanlega velkomin að upplifa listrænar tilraunir, fimmtudaginn 21. janúar, frá kl. 20:00-22:00 í Bókabúðinni-verkefnarými.

Þýska listakonan Nora Mertes skoðar tengsl mannslíkamans og efnis í umhverfinu. Hún notar hendur sínar og líkama til að velta fyrir sér, forma og endurmóta efni. Að hvaða leyti getur hún, eingöngu með líkamanum, hagrætt efninu?

Á Seyðisfirði hefur Nora notast við gifs, málmplötur, leir og olíukennt svart blek. Skúlptúrar hennar kallast á við einkenni í landslaginu, bæði á efnislegan og sjónrænan máta. Formin halla, bráðna og hanga.

Nora Mertes er gestalistamaður Skaftfells í desember 2015 og janúar 2016 með styrk frá Goethe Institut.

GI_Logo_vertical_green_sRGB