Post Tagged with: "Fræðsluverkefni"

Listsmiðjan Landslag og hljóðmyndir, leiðbeinendur Guðrún Benónýsdóttir og Guðný Rúnarsdóttir

Austfirskir nemendur skoða og rannsaka Tvísöng

Á haustdögum tóku nemendur á miðstigi í öllum grunnskólum Austurlands þátt í listsmiðjunni Landslag og hljóðmyndir á vegum Skaftfells undir handleiðslu Guðrúnar Benónýsdóttur og Guðnýjar Rúnarsdóttur. Alls tóku 224 nemendur þátt í verkefninu og ferðuðust þau víðs vegar af Austurlandi til Seyðisfjarðar en smiðjan fór bæði fram í Skaftfelli og Tvísöng. Markmið smiðjunnar var að nemendur lærðu um hljóð og hljóðmyndir í gegnum samtal, fyrirlestur, leik og bókverkagerð. Kannað var hvernig hægt væri að ímynda sér hljóð sem mynd og samband hljóðmynda við náttúruna og nærumhverfi okkar. Skoðað var hvernig hljóð kastast til í rými með blöðrugjörningi og var hljóðskúlptúrinn […]

Read More

/www/wp content/uploads/2016/12/minningar banner web 1

Vefkort fyrir Munnleg geymd og kortlagning minninga tilbúið

Samantekt úr fræðsluverkefninu Munnleg geymd og kortlagning minninga í formi vefkorts er tilbúið, sjá nánar á: http://skaftfell.wixsite.com/minningar Farandlistsmiðjan fór fram í október 2016 undir leiðsögn Ragnheiðar Maísól Sturludóttur fyrir nemendum á miðstigi í Austfirskum grunnskólum, þeim að kostnaðarlausu. Í verkefninu var hugtakið munnleg geymd krufið af nemendum og í kjölfarið skoðað hvað gerist þegar munnleg geymd er skrásett annars vegar sem hljóðupptaka og hins vegar á sjónrænan máta. Nemendur nýttu eigin minninga- og frásagnarbanka til að segja frá atburði eða upplifun hvort sem það var þeirra eigin reynsla eða eitthvað sem þau höfðu heyrt af. Niðurstöður voru settar fram í vefkorti, unnið af RoShamBo.