Post Tagged with: "Kvikmyndasýning"

Hvað er svona merkilegt við það? í Herðubreið

Hvað er svona merkilegt við það? í Herðubreið

Hvað er svona merkilegt við það fjallar um skrautlega kvennabaráttu níunda og tíunda áratugarins. Myndin rekur sögu Kvennalistans og annara kvenfrelsishræringa á gróskumiklum tímum og hvað gerist þegar grasrótarsamtök storma inn í hið skipulagða kerfi. Við lendum þó árið 2015 eftir nokkur ferðalög m.a. til Afghanistan. Leikstjórinn verður á staðnum og mun svara spurningum að sýningu lokinni. Myndin verður sýnd með enskum texta og miðaverð er 1.000 kr. Hrafnhildur Gunnarsdóttir framleiddi myndina fyrir Krumma Films.

Breaking the frame

Breaking the frame

Sem hluti af Sequences VII mun Skaftfell sýna nýju heimildarmyndina Breaking the frame um heiðurslistamann hátíðarinnar Carolee Schneemann (1939). Schneemann er ein af framsæknustu myndlistarmönnum samtímans og í hópi þeirra listamanna sem umbreyttu skilningi samfélagsins á myndlist. Hún er einna þekktust fyrir feminíska gjörninga sína en í þeim tekst hún á við boð og bönn samfélagsins gagnvart líkamanum, kynhneigð og birtingu kynjanna. Hún hefur brotið upp formið í listheiminum í yfir 50 ár. Myndin verður sýnd í Herðubreið, aðgangseyrir er 1.000 kr. Lengd: 100 min Leikstjórn: Marielle Nitoslawska