Post Tagged with: "Norræna menningargáttin"

Heimsókn í VA

Þann 28. október fóru tveir gestalistamenn frá Skaftfelli til Neskaupsstaðar og héldu kynningu á verkum sínum í valáfanganum Listakademían í Verkmenntaskóla Austurlands. Erik Bünger og Petter Letho eru báðir sænskir og dvelja í Skaftfell með styrk frá Norrænu menningargáttinni. Erik Bünger ræddi um bakgrunn sinn sem tónskáld og sýndi brot úr myndbandsverkum sínum. Hann nálgast tónlist sem fyrirbæri sem mannskepnan verður heltekin af og mannsröddina sem eitthvað ómannlegt sem yfirtekur mannslíkamann. Petter Letho sýndi nemendum ljósmyndir sem hann tók í Austur-Evrópu af gróskumiklli rappsenu sem þrífst þar og ræddi um tengsl ljósmyndana við núverandi verk í vinnslu, vetrarhúfur unnar frá […]

Read More

Tvö fljót

Tvö fljót

Á sýningunni koma saman tvær innsetningar sem eiga það sameiginlegt að teygja sig út yfir staðbundin vettvang með því að tengja ólíka heima, verur og tilverusvið. Verkin One Hundred Ten Thousand (2011-2012) og The birds should quiet down now, they always have (2014) ná út yfir hugmyndir um staðsetningar og staðreyndir sem þau byggja á. Frekar en að einblína á og þjappa saman mismunandi birtingarmyndum hnattvæðingar og félagslegum, pólitískum og menningarlegum jaðarsvæðum leggja verkin fram spurningar um aðstæður sem leiða til útskúfunar. Hugmyndin um „hið framandi“ er skoðuð með því að spegla samlíf handanheima og efnisheims, á milli mannfólks og dulvera. Verkið The […]

Read More