Post Tagged with: "Tækniminjasafnið"

/www/wp content/uploads/2018/09/pm sept 2018 img 6442 1000

Printing Matter sýning

Laugardaginn 22. september verður til sýnis afrakstur úr Printing Matter sem er þematengd vinnustofa á vegum Skaftfells í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands. Þetta er þriðja skiptið sem Printing Matter er hleypt af stokkunum. Að þessu sinni taka sjö listamenn hvaðanæva úr heiminum þátt í vinnustofunni sem hófst í byrjun september og stendur í þrjár vikur. Ferlið hefur verið með svipuðu sniði og áður, en lögð er áhersla á bókverk og ólíkar prentaðferðir sem og skapaður vettvangur fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf milli þátttakenda. Leiðbeinendur eru Åse Eg Jørgensen og Litten Nystrøm. Síðustu vikur hefur hópurinn notið fallegra haustlita sem prýða fjörðinn og mikið […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/02/pm akafi 2018

Printing Matter – Ákafi

Síðustu þrjár vikur hefur hópur alþjóðlegra listamanna tekið þátt í þematengdri vinnustofu, „Printing Matter“, þar sem prentun og bókverkagerð eru rannsökuð bæði verklega og hugmyndafræðilega. Leiðbeinandi er danska listakonan og grafíski hönnuðurinn Åse Eg Jörgensen og hefur hópurinn m.a. verið með vinnuaðstöðu á Tækniminjasafninu. Myndlistarkonan Litten Nyström hefur verið þeim innan handar. “Printing Matter” er vinnustofa þar sem áhersla er lögð á að skapa vettvang fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf í tengslum við prentun og bókverk og er þátttakendum uppálagt að deila úr eigin reynslubanka. Í upphafi kynntu allir bakgrunn og fyrri verk auk þess sem hver og einn útbjó og […]

Read More