Home » 2014

The Girl Who Never Was

Sænski listamaðurinn Erik Bünger flytur fyrirlestrar-gjörningin „The Girl Who Never Was“ í sýningarsal Skaftfells.

Árið 2008 enduruppgötvaði bandarískur fræðimaður týnd ummerki af fyrstu hljóðupptökunni sem gerð var af mannsröddinni: 148 ára rödd lítillar stúlku að syngja frönsku vögguvísuna „Au Clair de la Lune“. Ári síðar gerði annar fræðimaður tilraunir með hraðaspilun upptökunnar og tókst að sanna að hljóðbrotið var í raun rödd roskins karlmanns. Þessi nákvæmlega sama vögguvísa, í frönsku útgáfunni, er sungið af gervigreindinni HAL í kvikmyndinni “2001 A Space Odyssey” eftir leikstjórann Stanley Kubrick. Þegar HAL deyr flytur rödd hans sama samrennandi hníganda og rödd óraunverulega stúlkunnar: há-spennt, áleitin rödd sem smám saman hjaðnar í djúpa svefn, syfjuð og skaðlaus.

Gjörningur Erik Bünger flytur okkur í bugðótt ferðalag í gegnum söguna þar sem rödd bergmálar afturábak í gegnum tíma, breytir sögunni afturvirkt og nútímanum frá sjónarhóli fortíðarinnar. Því meira sem reynt er að þagga niður í stúlkunni, því þrálátara verður lagið hennar.

Erik Bünger er sænskur listamaður, tónskáld og rithöfundur sem býr í Berlín. Verk hans hverfast um mannsröddina og þverstæðukennt samspil hennar við líkamann, tungumál, tónlist og tækni. Röddin er ekki nálguð sem fyrirbæri sem gefur tilefni til persónulegra, mannlegra návistar og samskipta, heldur sem hlutur sem opnar fyrir eitthvað annað, róttækan ómannleika, sem tekur yfir mannslíkamann.

www.erikbunger.com

Verkefnið er styrkt af: