The Girl Who Never Was

EB_2_2014

Swedish artist Erik Bünger performs “The Girl Who Never Was” in the Skaftfell gallery.

In 2008 an American researcher rediscovers the lost traces of the first recorded voice ever: the 148-old voice of a little girl singing the French lullaby ‘Au Clair de la Lune’. One year later another researcher experiments with the playback speed and manages to prove that what the fragment actually contains, is the voice of a full-grown man. This exact same lullaby is the song sung by the artificial intelligence HAL in the French version of Stanley Kubrick’s ‘2001 A Space Odyssey’. As HAL dies his voice performs precisely the same glissando as the voice of the non-existent girl: a high-strung, insistent voice is gradually slowed down into a deep, sleepy and harmless one. Erik Bünger’s new performance work takes us on a winding trip through history. A history where a voice echoes forwards and backwards through time, retroactively changing history and changing the present from the vantage point of the past. The more we try to shut her out, the more persistent her song becomes.

Bio

Erik Bünger is a Swedish artist, composer and writer living in Berlin. His work revolves around the human voice and its contradictory relationship to the body, to language, to music and to technology. The voice is not addressed as a phenomenon, which gives rise to personal, human presence and interpersonal communication but rather as the very thing that allows something other, radically inhuman, to enter and take control of the human body.

www.erikbunger.com

The project is supported by the:

The Girl Who Never Was

Sænski listamaðurinn Erik Bünger flytur fyrirlestrar-gjörningin “The Girl Who Never Was” í sýningarsal Skaftfells.

Árið 2008 enduruppgötvaði bandarískur fræðimaður týnd ummerki af fyrstu hljóðupptökunni sem gerð var af mannsröddinni: 148 ára rödd lítillar stúlku að syngja frönsku vögguvísuna “Au Clair de la Lune”. Ári síðar gerði annar fræðimaður tilraunir með hraðaspilun upptökunnar og tókst að sanna að hljóðbrotið var í raun rödd roskins karlmanns. Þessi nákvæmlega sama vögguvísa, í frönsku útgáfunni, er sungið af gervigreindinni HAL í kvikmyndinni “2001 A Space Odyssey” eftir leikstjórann Stanley Kubrick. Þegar HAL deyr flytur rödd hans sama samrennandi hníganda og rödd óraunverulega stúlkunnar: há-spennt, áleitin rödd sem smám saman hjaðnar í djúpa svefn, syfjuð og skaðlaus.

Gjörningur Erik Bünger flytur okkur í bugðótt ferðalag í gegnum söguna þar sem rödd bergmálar afturábak í gegnum tíma, breytir sögunni afturvirkt og nútímanum frá sjónarhóli fortíðarinnar. Því meira sem reynt er að þagga niður í stúlkunni, því þrálátara verður lagið hennar.

Erik Bünger er sænskur listamaður, tónskáld og rithöfundur sem býr í Berlín. Verk hans hverfast um mannsröddina og þverstæðukennt samspil hennar við líkamann, tungumál, tónlist og tækni. Röddin er ekki nálguð sem fyrirbæri sem gefur tilefni til persónulegra, mannlegra návistar og samskipta, heldur sem hlutur sem opnar fyrir eitthvað annað, róttækan ómannleika, sem tekur yfir mannslíkamann.

www.erikbunger.com

Verkefnið er styrkt af: