Home » 2013

TRARAPPA

Each year third year students from the fine art department at the Icelandic Art Academy participate in a two week workshop in Seyðisfjörður. The workshop is a collaboration between the Icelandic Art Academy, the Dieter Roth Academy, Skaftfell and the Technical Museum of East Iceland.

All students use the extraordinary nature of Seyðisfjörður and the unique hospitality of the locals to their advantage in their work process. The possibilities are endless and the works are versatile. One student has for example worked closely with the explosive specialist of Seyðisfjörður while another has chosen to collect the laughter of locals. Other students have focused on the surroundings of the fjord but all with different emphasis.

The exhibition Trarappa opens on Saturday March 2 at 16.00 in Skaftfell where guests can see the products of these last two weeks. The group has a blog where you can follow the preparation for the exhibition and their daily life; http://trarappa.tumblr.com. The exhibition is open until May 5.

The students participating are Ásgeir Skúlason, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Emma Guðrún Heiðarsdóttir, Halla Birgisdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Katrín Dögg Valsdóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Matthías Rúnar Sigurðsson, Nikulás S. Nikulásson, Ólöf Kristín Helgadóttir, Ólöf Rún Benediktsdóttir, Ragnheiður M. Sturludóttir, Þorgerður Þórhallsdóttir and Victor Ocares.

Curators and tutors are: Björn Roth and Kristján Steingrímur Jónsson.

TRARAPPA

Árlega fara myndlistarnemar á þriðja ári Listaháskóla Íslands í vinnustofuferð til Seyðisfjarðar. Verkefnið er haldið á vegum skólans, Dieter Roth Akademíunnar, Skaftfells og Tækniminjasafns Austurlands.

Allir nemendur hafa haft það að leiðarljósi að nýta sér umhverfi bæjarins og einstaka hjálpsemi Seyðisfirðinga við gerð verka sinna. Möguleikarnir eru óteljandi og viðfangsefnin fjölbreytt.

Einn nemandi hefur til dæmis unnið náið með sprengjusérfræðingi bæjarins á sama tíma og annar hefur valið sér það verkefni að safna hlátri heimamanna. Aðrir nemendur hafa þá einbeitt sér að náttúru og umhverfi Seyðisfjarðar en vinna á ólíkan máta úr efniviðnum.

Laugardaginn 2. mars kl. 16 opnar sýningin Trarappa í Skaftfelli þar sem afrakstur þessarar tveggja vikna vinnu verður til sýnis. Hópurinn er með heimasíðu þar sem fylgjast má með undirbúningi og daglegu lífi þeirra á Seyðisfirði: http://trarappa.tumblr.com. Sýningin stendur yfir til 5. maí.

Þátttakendur eru Ásgeir Skúlason, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Emma Guðrún Heiðarsdóttir, Halla Birgisdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Katrín Dögg Valsdóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Matthías Rúnar Sigurðsson, Nikulás S. Nikulásson, Ólöf Kristín Helgadóttir, Ólöf Rún Benediktsdóttir, Ragnheiður M. Sturludóttir, Þorgerður Þórhallsdóttir og Victor Ocares.

Leiðbeinendur og sýningarstjórar eru Björn Roth og Kristján Steingrímur Jónsson.