Home » 2016

Ófrumlegt

Sýning um afritun, fjölritun og ritstuld í samstarfi við LungA skólann.

Sýningarstjórn Gavin Morrison.

Afritun er algeng og undirstöðuatriði við listsköpun. Þrátt fyrir það er ekki öll afritun af sama meiði. Búast má við margskonar siðferðislegum viðbrögðum sem spanna allt frá virðingu fyrir þeirri akademísku hefð byrjenda að endurgera verk meistara, til hneykslunar vegna ritstolinna skáldsagna. Sýningin Ófrumlegt tekur á mismunandi gerðum afritunar og fjölföldunar og hvernig við skiljum ásetning og áhrif þessara verka sem virðast á stundum siðferðislega vandmeðfarin. Út frá sjóræningjaútgáfum Jon Routson á Hollywood kvikmyndum og uppstækkuðum prentum eftir Suicide Girls af verkum Richards Prince, sem aftur eru afrit af Instagram póstum þeirra, koma fram mismunandi tengingar við hugmyndina – og staðreyndir – um hið frumlega. Sýningin inniheldur verk frá ýmsum faggreinum, þar á meðal hönnun, byggingarlist, myndlist og kvikmyndalist.

Í aðdraganda sýningarinnar var námskeið með nemendahópi úr LungA skólanum. Með samtali, áhorf mynda og út frá hagnýtum verkefnum mun hópurinn móta og setja saman sýninguna. Þau fengu í kjölfarið tækifæri til að gera verk í tengslum við þema sýningarinnar sem eru einnig til sýnis.

Opnunartímar

Sýningarsalurinn er opin daglega frá kl. 15:00-21:00 og samkvæmt samkomulagi.

Aðgangur er ókeypis og hægt er að bóka leisögn fyrir hópa.

 

/www/wp content/uploads/2016/08/sfk ska lunga

Þakkir: Radek Pernica