26 ágú 2006 – 22 sep 2006
Laugardaginn 26. ágúst nk. kl. 17:00 opna Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Gauthier Hubert sýningu sína ADAM VAR EKKI LENGI Í PARADÍS í menningarmiðstöðinni Skaftfelli.
Guðný og Gauthier hafa dvalið í mánuð í listamannaíbúð Skaftfells og kynnst bænum og bæjarbúum og er sýningin að hluta sprottin út frá veru þeirra hér á landi.
Taurus : Gagnrýni á framkomu.
Gauthier Hubert er fæddur í maí 1967, sonur André Hubert og Marie-Gislaine
Vandermijnsbruggen. Hann kom fyrst til Íslands árið 1995. Síðan kalla allir Íslendingar, sem hann umgengst, hann einfaldlega Gutta til að forðast vandræði við
að bera fram nafn hans.
Guttormur Andrason sýnir í Skaftfelli, Seyðisfirði, frásagnarlega innsetningu sem undirstrikar fyrstu orðin sem hann heyrði um Ísland : “Íslendingar eru sterkastir allra!”
Með því að þýða nafn sitt yfir á íslensku, í samræmi við rökræna upprunafræði íslenskrar tungu og gera sig með því íslenskan, án þess að kasta erlendum uppruna sínum, minnist listamaðurinn með kímni þessara fyrstu íslensku orða sem hann kynntist, sem lýsa svo vel stolti landans. Þessir tilburðir hans eru ekki síður leikrænir en takmarkið sem hann setur sér með innsetningu sinni.
Stór boli, kallaður Guttormur, málaður á vegg sýningasalarins, lítur yfir þrjár teikningar sem horfa á hann. Hver þessara teikninga lýsir vilja til að öðlast ógnarkraft, án þess að ná settu ! marki. Þetta eru myndir af “ mistökum hins utanaðkomandi”, sem tilheyra syrpu af verkum sem Gauthier Hubert hófst handa við árið 2004, og mun ljúka innan tveggja ára. Í hvert sinn lýsir listamaðurinn utangarðsmanni, einvaldi, einræðisherra, í táknrænum aðstæðum, stöðugt að reyna að ná völdum án þess að takast það.
Með því að sýna þessa tilraun utangarðsmannsins til að verða Íslendingur “með valdi” – í tvöfaldri merkingu líkamlegra krafta og siðferðislegs krafts; með því að breyta nafni sínu – gagnrýnir Gauthier Hubert löngunina til að verða…! Við getum ekki orðið einhver, við erum fæddir sem einhver.
Gildir einu hvaða leik við leikum.
Texti: Gauthier Hubert
Þýðing: Halldór Björn Runólfsson
————-
Heimilislegar innsetningar Guðnýjar Rósu skapa andrúmsloft líkt og
hægt væri á kólfi allt til kyrrstöðu. Þær eru innimyndir þar sem tíminn
hefur verið gerður huglægur, tíðirnar upphafnar og liðnar stundir eru orðnar jafn mikilvægar nútíðinni. Veggfóðrið eykur á upplifun tímaleysis með sínu ofurreglulega og endurtekna mynstri, sem jafnar út hvert far uns það hverfur nánast. Þetta er hin fullkomna andstæða tjáningarríkis, rétt eins og grasið borið saman við trén sem vaxa upp úr því.
En vörum okkur á veggfóðrinu og sefandi áhrifum þess. Mynstur
Þess getur fullt eins virkað sem felulitur, ákjósanlegur staður fyrir
leyndarmál, svo sem stolið sendibréf, eða mikilvægustu skilaboð.
Vuillard sá til dæmis fyrirsætur sínar sogast inn í allt umlykjandi mynstur
veggfóðursins þar til einungis andlitinu varð bjargað úr möskv
um þess. Málvísindalega séð má sjá í slíku mynstri nákvæma
endurspeglun á skipulegri dulvitund Lacans; kerfi sem er svo litlaust í endurtekningu sinni að það virðist laust við alla hnökra ef áhorfandinn gefur því ekki þeim mun meiri
gaum.
Líkt og dulvitund Lancans virðast samsetningar Guðnýjar Rósu, teikningar, veggfóður, smámunir, hekl, hljóðdæmi og áferðarauki vera skipulagðar eins og tungumálið. Verk hennar hvísla að okkur úr öllum hornum líkt og súlurnar í hofi Baudelaires. Það er okkar að ráða í merkingu þessara brota og reyna að bæta sundraða einingu með því finna merkingarbærar hliðstæður í fínlegu safni mynda og muna, sem oft líta út eins og partar og leifar stærri heilda.
Það sem gerir slíka tilraun svo vandasama er að sum þessara brota virðast komin innan frá; úr iðrakerfinu þó svo efniviðurinn geti verið úr þráðum. Þau auka tilfinningalega ljóðrænu hinnar fínlegu tjáningar sem lúrir bakvið hverja ögn af gefnum upplýsingum. Innsetningar Guðnýjar Rósu eru hins vegar búnar til úr verkum, sem hvert og eitt búa yfir nægum sjálfstæðum eigindum til að standa eitt fyrir öll, þótt þau séu fjarlægð úr hópnum. Sem slík fjalla þau um natni og nærfærni í meðferð smæstu smáþráða. Það getur því verið nauðsynlegt að leysa hverja einingu úr haldi heildarinnar til að njóta til fullnustu viðkvæmustu atriða. Það hlýtur að
bæta nýrri tímavídd við margrætt heildarverk Guðnýjar Rósu.
Texti: Halldór Björn Runólfsson
Þýðing: Halldór Björn Runólfsson