Vertíð – skrásettning á uppákomum sumarsins

Sýning á myndum frá öllum viðburðum sumarprógrams menningarmiðstöðvanna

Vertíð

Myndlist/tónlist/sviðslistir
Visual art/music/performing art’s

Auxpan
Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Carl Boutard
Claudia Hausfeld
Barbara Amelia S. Tomsen
Ragnar Kjartansson
Ráðhildur Ingadóttir
Enter the Mayhemisphere
Félagsskapur Fjallkonunnar
Helgi Örn Pétursson
Igor Kłaczyński
Katla Stefánsdóttir
Konrad Korabiewski
Krzysztof Kaczmarek
Litten
Łukasz Jastrubczak
Małgorzata Mazur
Maria Dabow
Nina Frgic
Unnar Örn

17 júní/June – 1 ágúst/August
Seyðisfjörður
Ráðhildur Ingadóttir
Baðstofa / rythmar
Angró, Hafnargötu 37
Sýning og uppákomur / exhibition and events

Þegar við vöknum að morgni erum við stödd á öðrum stað í tíma og rými en við vorum þegar við sofnuðum kvöldið áður. Jörðin hefur snúist um öxul sinn og haldið áfram á braut sinni umhverfis Sólina.
Í Baðstofunni verður samansafn af garn-afgöngum, ófullgerðum prjónaskap, hrárri ull, prjónum, prjónavélum, rokkum og vefstólum.. Stefnt er að því að fólk komi saman í baðstofunni og spinni, prjóni, vélprjóni, og vefi sér til ánægju. Setji svo framleiðsluna saman svo að úr verði eitt, tvö eða fleiri seyðfisk teppi. Teppin verða í eigu Seyðisfjarðarkaupstaðar og geymd á Tækniminjasafninu.
Efniviðurinn og tækin eru flest ættuð úr Seyðisfirði, þar á meðal úr Tækniminjasafninu.
Í rýminu verða einnig uppákomur með fjöldasöng. Fólk er hvatt til að koma með lög sem það langar til að syngja, og verða lögin sungin með aðstoð tónlistarmanna.
Söngstundirnar verða auglýstar sérstakleg.

21 júní/June
Seyðisfjörður
Carl Boutard
Outer Station / Gufubad
Austurvegur 48, Bakgarður/garden @23:00
Jónsmessu gufa – takið með baðföt / Midsummer sauna – bring bathing suit

Arið 2004 byggði sænski listamaðurinn Carl Boutard kringlótt, appelsínugult gufubað á Seyðisfirði. Fjölmargir Seyðfirðingar lögðu hönd á plóg, meðal annars starfsmenn trésmiðjunnar Töggur. vélsmiðjunnar stálstjörnur og netagerðarinnar. En svo fór gufubaðið til Sódómu. Árið 2008 kom listamaðurinn aftur og setti gufubaðið upp í bakgarði á Austurvegi á Seyðisfirði. Sumarið 2011 dvelst hann í gestavinnustofu Skaftfells og hyggs tyrfa gufubaðið. Verið velkomin í gufubað á sumarsólstöðum, þá gefst líka tækifæri á að rúlla sér í dögginni.
www.boutard.se

25 júní/June
Norðfjörður
Ásdís Sif Gunnarsdóttir & Ragnar Kjartansson ásamt gestum
Blúskjallarinn/the Blues Cellar @16:00 – 18:00
Listrænn eftirmiðdagur í Norðfirði, “Soirée” Skemmtidagskrá með tónlist, söng og gjörningum/
Bohemian afternoon in Norðfjörður,”Soirée” program with music, singing and performances.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Ragnar Kjartansson fagna sumarsólstöðum á Norðfirði með því að búa til stemningu sem hæfir birtunni. Þau munu lesa upp ljóð, syngja og spila videoverk á þessari stórmerku árstíð.  Þarna verða líka óvæntir gestir/aðrir listamenn sem að munu láta ljós sitt skína.
Listrænar samkomur sem þessar eiga rætur sínar að rekja til Parísar þar sem að listamenn komu saman og sýndu hvor öðrum sín listaverk, drukku rauðvín, borðuðu súkkulaði og grétu yfir fallegum lögum.  Það er mikilvægt fyrir listamenn og listunnendur að koma saman í vinalegu umhverfi og fleyta listasögunni áfram.
asdissifgunnarsdottir.com
ragnarkjartansson.com

25 júní/June – 2 júlí/July
Seyðisfjörður
Unnar Örn
Bókabúðin – verkefnarými & Vesturveggurinn / the Bookshop – Projectspace & the West Wall gallery
Sýning og gerningur/exhibition and performance
Uppákoma/Event 2 júlí/July @16:00
Sýningin stendur til 8. júlí

1-3 júlí/July
Seyðisfjörður
Pólskar kvikmyndir/Polish Movies
Skaftfell, Austurvegi 42
Sýningar hefjast/screenings start @21.00
Enginn aðgangseyrir/no entrance fee

Kvikmyndahátíð frá Póllandi sem byggir á gömlum hefðum ferðabíóa. Hópur pólskra kvikmyndagerðamanna ferðast um Ísland með litla kvikmyndahátíð í skottinu. Kvikmyndirnar verða sýndar á völdum stöðum umhverfis landið en auk þess vinnur hópurinn að heimildamynd um ferðina.
Eftirfarand myndir verða sýndar í Skaftfelli:

1. Pociag/ Night Train (1959) – Jerzy Kawalerowicz
2. Salto (1965) – Tadeusz Konwicki
3. Nóz w wodzie/ Knife in the water (1961) – Roman Polanski
4. Rysopis/ Identyfication (1964) – Jezry Skolimowski

http://www.pawelandwawel.org

8 – 10 júlí/July
Egilsstaðir
Pólskar kvikmyndir/Polish Movies
Sláturhúsið/the slaughterhouse
Sýningar hefjast/screenings start @21.00
Enginn aðgangseyrir/no entrance fee

1. Pociag/ Night Train (1959) – Jerzy Kawalerowicz
2. Salto (1965) – Tadeusz Konwicki
3. Nóz w wodzie/ Knife in the water (1961) – Roman Polanski
4. Rysopis/ Identyfication (1964) – Jezry Skolimowski
Sýningar hefjast kl. 21.00 alla þrjá dagana. Enginn aðgangseyrir.

8 – 9 júlí/July
Norðfjörður
Enter the Mayhemisphere
Gamla vélsmiðjan
Þungamálms listahátíð á Eistnaflug/Off-venue Heavy Metal art events at Eistnaflug festival

12 júlí/July
Seyðisfjörður
Open Mike @21:00 – 24:00
Vesturveggurinn/the West Wall gallery, Skaftfell

Allir sem vilja tjá sig, syngja, segja sögur eða fara með ljóð eru velkomnir að taka í hljóðneman, einhver hljóðfæri verða líka á staðnum!

30 júlí/July
Egilsstaðir
Auxpan, Helgi Örn, Konrad Korabiewski & Litten
Rafmagnsmúsik / Electronical music event
Sláturhúsið @16:00

Raftónlistarmennirnir og gjörningalistamennirnir Auxpan, Helgi Örn, Konrad & Litten bjóða upp á rafmagnsmúsik sem hristir upp í sálinni.

31 júlí/July
Seyðisfjörður
Félagsskapurinn Fjallkonan / the Mountain Woman Fellowship
Garðveisla / Gardenparty
Austurvegur 48, garðurinn/the garden
Gerningar, tónlist, matur og gufuböð, allir veru velkomnir, hvort sem er til að njóta eða leggja eitthvað til málanna/Performances, music, snacks and sauna. Everyone is welcome, either to enjoy or to participate.

Félagsskapur Fjallkonunnar er lausskipaður hópur listamanna og annarra áhugamanna um Seyðisfjörð, list og góðan félagsskap. Garðveislan er árlegur viðburður um Verslunarmannahelgi þar sem gerningar, tónlist, matur, gufuböð og leikir skapa líflegan eftirmiðdag þar sem allir veru velkomnir, hvort sem er til að njóta eða leggja eitthvað til málanna.

1. ágúst/August
Seyðisfjörður
Tónlistarskemmtun í anda Hauks og Ellýjar/Concert and dance in the spirit of old Icelandic 50′ music
Herðubreið @ 16:00
Aðgangseyrir/Entrance fee kr. 1000
Bjarni Freyr Ágústsson – söngur, gítar og trompett, Erla Dóra Vogler – söngur, Jón Hilmar Kárason – gítar, Þorlákur Ægir Ágústsson – bassi, Ágúst Ármann Þorláksson – píanó og hljómborð og Marias Kristjánsson – trommur

Fjölskylduskemmtun sem býður bæði upp á dans og huggulega kaffihúsastemningu við þau lög sem Ellý, Haukur og fleiri fluttu svo snilldarlega á sínum tíma. Tónlistarmennirnir munu troða upp í stíl þess tíðaranda og skora á gesti að gera slíkt hið sama.

6 ágúst/Ágúst
Norðfjörður
Auxpan, Helgi Örn, Konrad Korabiewski & Litten
Rafmagnsmúsik / Electronical music event
Blúskjallarinn/the Blues Cellar @21:00

13 ágúst/August
Seyðisfjörður
Barbara Amelia Skovmand Thomsen
We Are Between You and Me, Glass.
Vesturveggurinn/the West Wall gallery. Skaftfell
Nina Frgic, Maria Dabow, Claudia Hausfeld & Katla Stefánsdóttir
Bókabúðin – verkefnarými/the Bookshop – projectspace
Auxpan, Helgi Örn, Konrad Korabiewski & Litten
Skaftfell @16.00
Sýningaopnun og raftónleikar/new exhibitions and electronically music event

Myndbandsverkið We Are Between You and Me, Glass verður sýnt á Vesturveggnum, hópur listamanna sýnir verkið sín í Bókabúðinni og raftónlistarmennirnir og gjörningalistamennirnir Auxpan, Helgi Örn, Konrad & Litten bjóða upp á rafmagnsmúsik sem hristir upp í sálinni. Dagskráin hefst kl. 16.00

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *