Gestavinnustofur Skaftfells 2013
Auglýst eftir umsóknum
Umsóknarfrestur til 1. september 2012
Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum í gestavinnustofur á árinu 2013.
Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna, heimamanna og gesta. Að búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Að búa listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi þar sem allt er hægt.
Þó svo að gestavinnustofur Skaftfells séu fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn þá eru teknar til greina umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar.
Í boði eru þrjú hús á Seyðisfirði; Gestavinnustofan í Skaftfelli, Hóll við Vesturveg og Norðurgata 5. Dvalartími er frá 1 upp í 6 mánuði.
Norrænir og Baltneskir listamenn geta sótt um gestavinnustofu með styrk í boði KKNord, lágmarks dvalartími 2 mánuðir. Sjá: https://skaftfell.is/gestavinnustofur/gestavinnustofa-medh-styrk/