RIFF úrval 13.- 14. okt

Laugardagur, 13. okt, kl. 15: MAÐKAR / LARVA.

Barnamynd frá Suður Kóreu (fyrir fullorðna líka), 50 mín. Sýnd í Skaftfelli.
Stikla: http://www.youtube.com/watch?v=vTw_6Db9sWs
25 X 2 min stuttmyndir um þá félaga Gulan og Rauðan.
Tveir furðulegir maðkar, Gulur og Rauður, búa óafskiptir við niðurfall eitt í bænum. Á þessum leynistað njóta þeir alls kyns drasls sem fólk hefur kastað í ræsið eins og tuggnu tyggjói, bráðnum ís, smápeningum, hringjum og hinu og þessu. Skemmtið ykkur með þessum skemmtilega klikkuðu persónum!

Laugardagur, 13. okt, kl. 17:  FREDDIE MERCURY – THE GREAT PRETENDER.

Bresk heimildarmynd, 107 mín. Sýnd í Seyðisfjarðarbíó, Herðubreið. Um kvöldið verður Queen þema á Skaftfell Bistró.
Stikla: http://www.youtube.com/watch?v=arVda4t1et4
Líf söngvarans Freddie Mercury, ferill hans með Queen og sólóferillinn er tekinn fyrir í þessari spánnýju heimildarmynd. Meðal efnis eru sjaldséð viðtöl við Freddie, skyggnst er á bak við tjöldin við myndbandagerð og á tónleikum auk mynda úr persónulegu safni hans. Hápunktar í myndinni eru t.d. óútgefið lag sem Freddie gerði með Michael Jackson auk prufuupptöku af laginu „Take Another Piece of my Heart“ sem hann söng með Rod Stewart. Myndin er sýnd í samstarfi við Mandela Days Reykjavík.

Sunnudagur, 14. okt, kl. 15: MAÐKAR / LARVA.

Barnamynd frá Suður Kóreu (fyrir fullorðna líka), 50 mín. Sýnd í Skaftfelli.
Stikla: http://www.youtube.com/watch?v=vTw_6Db9sWs
25 X 2 min stuttmyndir um þá félaga Gulan og Rauðan.
Tveir furðulegir maðkar, Gulur og Rauður, búa óafskiptir við niðurfall eitt í bænum. Á þessum leynistað njóta þeir alls kyns drasls sem fólk hefur kastað í ræsið eins og tuggnu tyggjói, bráðnum ís, smápeningum, hringjum og hinu og þessu. Skemmtið ykkur með þessum skemmtilega klikkuðu persónum!

Sunnudagur, 14. okt, kl. 17: FOKKENS HÓRURNAR / MEET THE FOKKENS.


Hollensk heimildarmynd, 90 mín. Sýnd í Skaftfelli.
Stikla: http://www.youtube.com/watch?v=WEan54w4Lp8
„Í gamla daga bankaði löggan á gluggann ef einhver stúlkan sýndi of mikið af ökklanum á sér, núna selja stelpurnar kókaín út úr klefunum sínum.“ Louise og Martine Fokkens eru eineggja tvíburar og vel þekkt andlit í Rauða hverfinu í Amsterdam. Þær voru vændiskonur í yfir fimmtíu ár. Þær losnuðu undan oki melludólganna sinni, ráku eigið hóruhús, og stofnuðu fyrsta óformlega verkalýðsfélag vændiskvenna. Þetta er saga þeirra.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *