Föstudaginn 26. júlí kl. 17:00 í Bókabúð-verkefnarými.
Ragnheiður Gestsdóttir og Curver Thoroddsen hafa dvalið í vinnustofum Skaftfells í júlí. Sýningin Fölblár punktur er samstarfsverkefni þeirra og til sýnis verður afrakstur vinnu og tilrauna listamannanna á tímabilinu. Viðfangsefni þeirra kanna bæði óravíddir heimsins og tilbreytingarlausan hversdagsleikann á sama tíma. Ragnheiður og Curver vinna með hina ýmsu miðla m.a. skúlptúr, vídeó og hljóð. Þau hafa áður verið saman í sýningu í New York en þetta er í fyrsta sinn sem þau gera myndlistarverk í samstarfi. Ragnheiður og Curver unnu saman að gerð tilraunakvikmyndinni “Eins og við værum” sem var byggð á sex mánaða löngum gjörningi Ragnars Kjartanssonar á Feneyjartvíæringnum.
Sýningin verður opin helgina 27.- 28. júlí frá kl. 14:00 – 17:00.
Ragnheiður Gestsdóttir
Í verkum sínum sem samanstanda af innsetningu og vídeóverkum kannar Ragnheiður takmörk og möguleika þeirra kerfa sem maðurinn hefur búið sér til til þess að skilja veruleikann og það tungumál sem hann notar til þess að tjá þessi kerfi.
Curver Thoroddsen
Í myndlist sinni notar Curver blandaða miðla m.a. gjörninga, myndbandsverk, innsetningar og venslalist til að kanna hugmyndir um sjálfið, dægurmenningu og samfélagið. Veruleikinn eins og hann blasir við flestum fær nýja merkingu þegar hann er yfirfærður á vettvang myndlistar og er það endurtekið viðfangsefni í listsköpun Curvers.
this.is/ragnheidurgestsdottir
culturehall.com/curver_thoroddsen