Óhætt er að segja að hið séríslenska hikorð “hérna” hjálpi manni að finna aftur þráðinn þegar maður tapar honum stundarkorn í samtali og frásögn.
Sænska listakonan Victoria Brännström opnar sýninguna Hérna í Bókabúðinni-verkefnarými. Victoria mun m.a. sýna afrakstur þögula göngutúrsins þar sem jurtum var safnað ásamt verkum úr ull og tré.
Upplestur kl 16:15
Boðið verður upp á glænýtt heimatilbúið bláberja- og krækiberjasaft.
Sýningin er hluti af Haustroða og verður einning opin: sun 18. okt kl. 12-14, mán 19. okt og þri 20. okt kl. 14-17.
Victoria Brännström er gestalistamaður Skaftfells í boði Norrænu menningargáttarinnar.