Rithöfundalestin 2016

Rithöfundalestin verður haldin að venju fyrsta laugardaginn í aðventu, laugardaginn 26. nóv kl. 20:30 í sýningarsalnum. Að þessu sinni lesa Pétur Gunnarsson, Yrsa Sigurðardóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Magnús Sigurðsson og Inga Mekkín Guðmundsdóttir upp úr nýjum verkum.

Með í för verða austfirskir höfundar frá Bókstaf: Skúli Júlíusson (101 Austurland) og Pétur Behrens (Hestar).

Sérstakur gestur verður Jón Pálsson (Valdamiklir menn).

Aðgangseyrir 1000 kr. en 500 kr. fyrir börn og eldri borgara.

Nánar

Árviss rithöfundalest fer um Austurland helgina 25. til 27. nóvember. Á ferð verða kunnir höfundar með nýjustu verk sín. Auður Ava Ólafsdóttir les úr nýrri skáldsögu Ör, sem bókaútgáfan Benedikt gefur út, og Pétur Gunnarsson fjallar um Skriftir – örlagaglettu sem kemur út hjá Forlaginu – JPV. Magnús Sigurðsson, ljóðskáld og þýðandi hjá Dimmu kemur með ljóðabókina Veröld hlý og góð og Austfirðingurinn Inga Mekkin Beck segir frá Skóladraugnum sem hlaut nýverið Íslensku barnabókaverðlaunin og Forlagið – Vaka Helgafell gefur út. Þá les Yrsa Sigurðardóttir úr nýjustu glæpasögu sinni, Aflausn, sem kemur út hjá Veröld.

Auk ofangreindra rithöfunda verða með í för austfirskir höfundar frá Bókstaf: Hrönn Reynisdóttir (Ert’ekki að djóka, Kolfinna), Pétur Behrens (Hestar), Íris Randversdóttir (Músadagar) og Skúli Júlíusson (101 Austurland – Tindar og toppar). Nokkir heimahöfundar bætast svo í hópinn á hverjum stað.

 

Að rithöfundalestinni standa Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfell menningarmiðstöð og Umf. Egill Rauði. Viðkomustaðir eru fjórir að þessu sinni. Lesið verður í Kaupvangi á Vopnafirði föstudagskvöld 25. nóv. kl. 20:30. Laugardag 26. nóv. kl. 14:00 verða höfundarnir á Skriðuklaustri í Fljótsdal og um kvöldið lesa þeir í Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20:30. Á sunnudegi 27. nóv. verða þeir síðan í Safnahúsinu í Neskaupstað kl. 14:00.

 

/www/wp content/uploads/2016/09/rith logo