RIFF úrval á Seyðisfirði

Skaftfell, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, opnar útibú fyrir Reykjavík International Film Festival á Austurlandi.

Fimmtudaginn 3. nóv í Herðubreið verða sýndar verða tvær myndir, íslenska stuttmyndin Heiti potturinn og pólska kvikmyndin Waves. Dagskráin hefst kl. 20:00.

Báðar myndirnar eru með enskum texta og engin aðgangseyrir.

Viðburðurinn er hluti af Dögum myrkurs.

Nánar um myndirnar

Heiti potturinn

Myndin notast við hreyfimyndir og tónlist til að umbreyta hinni klassísku heimildamyndaaðferð, að vera fluga á vegg, og skoðar hina sérstöku menningarlegu upplifun að vera fastagestur í heitu pottum sundlauganna.
Lengd: 22 min
Leikstjóri: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir

Waves

Ania og Kasia eru lífsglaðar 17 ára stelpur. Þær þurfa að læra að sjá fyrir sér þar sem foreldrar þeirra hafa ekki lært að sjá fyrir sér sjálfir. Stelpurnar eru í starfsnámi á lítilli hárgreiðslustofu. Þær verða nánar og bindast vinaböndum. Dag einn fer líf Aniu úr skorðum þegar móðir hennar, sem hún hefur ekki séð lengi, birtist….

Lengd: 71 min
Upprunalegur titill: Fale
Leikstjóri: Grzegorz Zariczny
Tungumál: Pólska