Vinnustofa fyrir listgreinakennara á grunn- og framhaldsskólastigi
Umræðuefni: Þróun listgreinakennslu – sjálfbærni – staðbundnar auðlindir – utanaðkomandi listverkefni.
Tímasetning: Laugardagur 5. nóvember 2016 – Kl. 10.30 – 17.00
Staðsetning : Skriðuklaustur
Skapandi nálgun – Rannsókn í efni – Þróun listgreinakennslu á Austurlandi
Austurbrú í samstarfi við Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi og SAM félagið grasrótarsamtök skapandi fólks býður grunn og framhaldsskólum á Austurlandi til samtals um þróun og eflingu listgreinakennslu. Tekinn verður upp þráðurinn þar sem frá var horfið í lok árs 2014 en þá var haldin vinnustofa í samstarfi við LungA skólann um Eflingu námstækifæra í skapandi greinum í tengslum við Sóknaráætlun 2014.
Áhugasömum er boðið til vinnustofu laugardaginn 5. nóvember n.k. á Skriðuklaustri á Fljótsdalshéraði þar sem rædd verður m.a. skapandi nálgun og rannsóknir í efni sem leiða til sjálfbærni, umhverfis og grenndarvitundar. Einnig verður tekin umræða um hvernig utanaðkomandi verkefni geta leyst sköpunarkraft úr læðingi og hvort skólabúðir í listkennslu gætu verið góður valkostur fyrir grunnskólana. Gunndís Ýr Finnbogadóttir frá Listaháskóla Íslands og Guja Dögg Hauksdóttir á vegum Myndlistaskóla Reykjavíkur verða með erindi ásamt Unu Sigurðardóttir frá Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði og Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur frá Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi, sem kynna skólabúðir og fræðsluverkefni. Góður tími verður fyrir umræður og skoðanaskipti og áhersla lögð á að móta sameiginlegar áherslur sem miða að heildarsýn um að eflingu listgreinakennslu almennt og að Austurland verði í framtíðinni raunhæfur valkostur fyrir þá sem vilja undibúa sig fyrir áframhaldandi listnám á háskólastigi.
Dagskrá vinnustofu:
10:45 Setning – Lára Vilbergsdóttir verkefnisstjóri skapandi greina hjá Austurbrú.
10:50 Rannsóknir í efni teknar inn í kennslustofuna – Gunndís Ýr Finnbogadóttir, myndlistarmaður og aðjúnkt við listkennsludeild Listaháskóla Íslands.
12:15 Hádegisverður í Klausturkaffi
12:45 Utanaðkomandi verkefni inni í list- og verkgreinakennslu
- Fræðsluverkefni Skaftfells – Vangaveltur um núverandi fyrirkomulag og hvernig hægt væri að bjóða upp á frekari samstarf við skólana á Austurlandi – Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fræðslufulltrúi í Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi
- Listbúðir í samstarfi við grunnskólana – Fengin reynsla – Guja Dögg Hauksdóttir er menntuð sem arkitekt og hefur um árabil unnið með miðlun byggingarlistar á mjög breiðum grundvelli, þ.m.t. kennslu og fyrirlestrahald, skrif og þáttagerð o.fl.
- Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði – Tilraunir með listbúðir og ný tækifæri – Una Sigurðardóttir verkefnastjóri í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði
Umræður – samantekt
15:00 – Sýningaropnun í Snæfellsstofu – Plastfljótið – verkefnisstjóri Ólöf Björk Bragadóttir
15.30 – Kynning á verkefnum frá LungA vinnustofu haustið 2014 – Umræða og myndun hópa sem vilja halda áfram þróun hugmynda/ framtíðarsýnar á listkennslu í fjórðungnum.
Hópar vinna saman í vetur og kynna svo afrakstur á fyrirhugaðri vor vinnustofu.
17:00 Vinnustofulok.