Þriðjudaginn 30. okt undirrituðu formaður Skaftfellshópsins, Þórunn Eymundardóttir, og formaður stjórnar Skaftfells, Auður Jörundsdóttir, samkomulag milli þessara tveggja aðila. Skaftfellshópurinn var stofnaður árið 1997 og þjónar sem bakland fyrir starfsemi listamiðstöðvarinnar. Mikilvægasta hlutverk hópsins er að tilnefnda tvo aðalmenn og tvo varamenn í stjórn Skaftfells á þriggja ára fresti.
Í tilefni af 20 ára starfsafmæli Skaftfells voru lög Skaftfellshópsins endurskoðuð og rýnt í tilgang og virkni hópsins. Niðurstaðan úr þeirra vinnu voru ný endurbætt lög þar sem meðal annars umsóknarferli fyrir félagsaðild var gert auðveldara, tekin voru upp félagsgjöld og aðalfundir verða á þriggja ára fresti í stað árlega. Lögin voru samþykkt á aðalfundi hópsins 15. júní 2018. Fyrrnefnt samkomulag gengur út á það að Skaftfell haldi utan um daglegan rekstur Skaftfellshópsins og upplýsi reglulega meðlimi um starfsemina. Nánar eru hægt að lesa um hópinn hérna.
[button link=”https://skaftfell.is/skaftfell/saga-og-stofnun/skaftfellshopurinn/umsokn/” bg_color=”#5a5a5a”]Sækja um aðild![/button]
Lög Skaftfellshópsins
- gr.
Heiti félagsins er Skaftfellshópurinn á Seyðisfirði, áhugafélag um menningu og listir. - gr.
Hlutverk félagsins er að stuðla að styðja og efla alla starfsemi í Listamiðstöðinni Skaftfelli. - gr.
Félagsmenn geta allir orðið sem áhuga hafa á starfsemi og markmiðum félagsins. Sækja skal um félagsaðild í gegnum vefgátt á vefsíðu Skaftfells. Nýjir félagar eru formlega teknir inn á næsta aðalfundi stjórnar. Til að segja sig úr félaginu þarf að senda inn skriflega beiðni til forstöðumanns Skaftfells eða formanns hópsins. - gr.
Starfstímabil og reikninguppgjör skal miðast við tímabilið á milli aðalfunda. - gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir ársfund Skaftfells þriðja hvert ár. Til aðalfundar skal boða með fundarboði til félagsmanna og telst fundurinn löglegur sé hann boðaður með viku fyrirvara. - gr.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Umræður um skýrslu og reikninga.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár.
6. Tilnefning tveggja fulltrúa félagsins í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Skaftfell samkvæmt skipulagsskrá hennar.
7. Ákvörðun félagsgjalda.
8. Skráning nýrra félaga.
9. Önnur mál.
- gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundum félagsins og verða lagabreytingar að liggja fyrir með fundarboði aðalfundarins. - gr.
Stjórn félagsins skipa þrír menn. - gr.
Stjórn félagsins skiptir sjálf með sér verkum, formaður, ritari og gjaldkeri. Ritari er einnig varaformaður. Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með þeim takmörkunum sem lög þessi setja. Hún tekur ákvarðanir um starfsemi og er ábyrg fyrir fjárreiðum og skuldbindingum félagsins. - gr.
Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef meirihluti stjórnar er mættur og ræður meirihlutaatkvæði úrslitum á stjórnarfundum. Ef atkvæði falla jafnt ræður atkvæði formanns. - gr.
Stjórn félags er skylt að efna til almenns félagsfundar ef minnst fjórðungur félagsmanna óska þess. Almennir fundir skulu auglýstir á eins tryggilegan máta og unnt er hverju sinni.
Lög þessi eru samþykkt á aðalfundi þann 15. júní 2018.